Lífið

Hlustaðu á ástralska Eurovision-lagið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Dami Im er afar vinsæl í Ástralíu en hún skaust fram á sjónarsviðið eftir þátttöku sína í X-Factor árið 2013.
Dami Im er afar vinsæl í Ástralíu en hún skaust fram á sjónarsviðið eftir þátttöku sína í X-Factor árið 2013. vísir
Söngkonan Dami Im flytur framlag Ástrala í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Svíþjóð í maí. Lagið heitir Sound of Silence og var frumflutt í áströlsku sjónvarpi í morgun.

Ástralar völdu sinn fulltrúa í Eurovision í síðustu  viku en fyrirkomulag þeirra er með þeim hætti að flytjandinn sjálfur velur hvaða lag verður flutt í keppninni sjálfri. Dami Im birti sýnishorn úr lagi sínu í gær og hafa Eurovision-spekingar þegar spáð því góðu gengi.

Ástralar fengu þátttökurétt á síðasta ári í tilefni þess að sextíu ár voru frá fyrstu keppninni, en þeir eru annálaðir Eurovision-aðdáendur. Þeir fóru beint inn í úrslit í fyrra og hafnaði lagið Tonight Again í flutningi Guy Sebastian í fimmta sæti. Í ár hins vegar þurfa Ástralar að heilla þjóðir Evrópu til þess að eiga möguleika á að toppa fyrri árangur.

Keppnin verður þó ekki haldin í Eyjaálfu, fari svo að Ástralar fari með sigur af hólmi. Ástralska ríkissjónvarpinu yrði þá úthlutaður samstarfsaðili í Evrópu og keppnin haldin í einhverju Evrópulandinu.

Dami Im er afar vinsæl í Ástralíu en hún skaust fram á sjónarsviðið eftir þátttöku sína í X-Factor árið 2013.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×