Gummi Ben lýsir leikjum Íslands á EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2016 12:26 Gummi Ben hefur verið í aðalhlutverki í enska boltanum og Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og verður áfram að sögn yfirmanns íþróttadeildar. Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira