Syngur sögur úr eigin lífi 12. mars 2016 15:30 ,,Í sumar spilum við svo á Summerfest sem er ein stærsta tónlistarhátið heims. Árlega koma þar fram mörg af stærstu nöfnum heims,” segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og laga- og textahöfundur Beebee and the bluebirds. MYND/VILHELM MYND/VILHELM Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir hefur vakið nokkra athygli undanfarin tvö ár, bæði sem gítarleikari og söngvari blús- og rokksveitarinnar Beebee and the bluebirds og sem einn meðlimur Spaðadrottninganna sem gáfu út plötu með Bubba Morthens fyrir síðustu jól. Næstu vikur eru annasamar hjá Brynhildi en hljómsveitin gefur út nýtt lag seinna í mánuðinum, spilar á Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar í kvöld auk þess sem hún kemur fram á nokkrum tónleikum í Chicago í næstu viku ásamt Axel Flóvent og Ceasetone. Næsta sumar kemur sveitin auk þess fram á einni stærstu tónlistarhátíð heims, Summerfest, sem haldin er í Bandaríkjunum. Að sögn Brynhildar er Beebee and the bluebirds tónlistarverkefni sem hún byrjaði með árið 2010 og hefur unnið að síðan. „Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist. Öðlingarnir sem eru með mér í bandinu eru Tómas Jónsson, snillingur á píanó, Rhodes og fleiri hljóðfæri, Brynjar Páll Björnsson, sá mikli bassafantur, og Ási Jóhanns, sem rokkar sándið okkar upp með góðum trommugrúvum.“„Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist,“ segir Brynhildur Oddsdóttir.MYND/GÍGJA D. EINARSDÓTTIRNýtt lag tilbúið Sjálf semur Brynhildur bæði lög og texta sveitarinnar en hefur þó listrænt frelsi að eigin sögn. „Þannig leggja allir sitt af mörkum fyrir lokaútgáfuna enda sjá augu betur en auga. Eða eyru heyra betur en eyra í þessu tilfelli. Textarnir eru blanda af sögum úr eigin lífi auk þess sem ég sem oft lög byggð á einhverri tilfinningu sem ég fæ. En ég sæki oft innblástur úr kvikmyndum, aðallega splatterum og einnig annarri tónlist.“ Fyrsta plata sveitarinnar kom út haustið 2014 og bar nafnið Burning heart. Í fyrra gáfu þau út smáskífuna Easy ásamt myndbandi. „Nú erum við búin að taka upp nýtt lag sem ber heitið Out of the dark en það kemur út síðar í þessum mánuði. Síðan er stefnan sett á nýja plötu síðar á árinu, jafnvel næsta haust.“Tók niður punkta Tíminn með Spaðadrottningunum var eftirminnilegur að sögn Brynhildar og hún segir það hafa verið mikinn heiður að vinna með Bubba Morthens. „Hann er auðvitað algjört legend í bransanum og hefur svo sannarlega sett sitt mark á tónlistarsöguna. Upptökuferlið var mjög lærdómsríkt og það var frábært að sjá hvernig hann vinnur. Ég fylgdist auðvitað með af athygli og tók niður punkta. Kannski fer ég að dæla út hitturum í kjölfarið.“ Fram undan eru tónleikar í Bandaríkjunum sem Icelandair og Iceland Naturally standa fyrir þar sem Brynhildur kemur fram ásamt fleiri íslensku tónlistarmönnum. „Í sumar spilum við svo á Summerfest sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims. Árlega koma þar fram mörg af stærstu nöfnum heims og hlökkum við mikið til að spila þar og sjá fleiri listamenn.“ Hægt er að fylgja hljómsveitinni eftir á Facebook (Beebee and the bluebirds), Snapchat (bibibluebird) og Instagram (@beebeeandthebluebirds) auk þess sem hægt er að hlusta fyrstu plötu sveitarinnar á Soundcloud. Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir hefur vakið nokkra athygli undanfarin tvö ár, bæði sem gítarleikari og söngvari blús- og rokksveitarinnar Beebee and the bluebirds og sem einn meðlimur Spaðadrottninganna sem gáfu út plötu með Bubba Morthens fyrir síðustu jól. Næstu vikur eru annasamar hjá Brynhildi en hljómsveitin gefur út nýtt lag seinna í mánuðinum, spilar á Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar í kvöld auk þess sem hún kemur fram á nokkrum tónleikum í Chicago í næstu viku ásamt Axel Flóvent og Ceasetone. Næsta sumar kemur sveitin auk þess fram á einni stærstu tónlistarhátíð heims, Summerfest, sem haldin er í Bandaríkjunum. Að sögn Brynhildar er Beebee and the bluebirds tónlistarverkefni sem hún byrjaði með árið 2010 og hefur unnið að síðan. „Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist. Öðlingarnir sem eru með mér í bandinu eru Tómas Jónsson, snillingur á píanó, Rhodes og fleiri hljóðfæri, Brynjar Páll Björnsson, sá mikli bassafantur, og Ási Jóhanns, sem rokkar sándið okkar upp með góðum trommugrúvum.“„Tónlistin okkar er svolítil blanda af ýmsum tónlistarstefnum, m.a. rokki, poppi og blús- og sálartónlist,“ segir Brynhildur Oddsdóttir.MYND/GÍGJA D. EINARSDÓTTIRNýtt lag tilbúið Sjálf semur Brynhildur bæði lög og texta sveitarinnar en hefur þó listrænt frelsi að eigin sögn. „Þannig leggja allir sitt af mörkum fyrir lokaútgáfuna enda sjá augu betur en auga. Eða eyru heyra betur en eyra í þessu tilfelli. Textarnir eru blanda af sögum úr eigin lífi auk þess sem ég sem oft lög byggð á einhverri tilfinningu sem ég fæ. En ég sæki oft innblástur úr kvikmyndum, aðallega splatterum og einnig annarri tónlist.“ Fyrsta plata sveitarinnar kom út haustið 2014 og bar nafnið Burning heart. Í fyrra gáfu þau út smáskífuna Easy ásamt myndbandi. „Nú erum við búin að taka upp nýtt lag sem ber heitið Out of the dark en það kemur út síðar í þessum mánuði. Síðan er stefnan sett á nýja plötu síðar á árinu, jafnvel næsta haust.“Tók niður punkta Tíminn með Spaðadrottningunum var eftirminnilegur að sögn Brynhildar og hún segir það hafa verið mikinn heiður að vinna með Bubba Morthens. „Hann er auðvitað algjört legend í bransanum og hefur svo sannarlega sett sitt mark á tónlistarsöguna. Upptökuferlið var mjög lærdómsríkt og það var frábært að sjá hvernig hann vinnur. Ég fylgdist auðvitað með af athygli og tók niður punkta. Kannski fer ég að dæla út hitturum í kjölfarið.“ Fram undan eru tónleikar í Bandaríkjunum sem Icelandair og Iceland Naturally standa fyrir þar sem Brynhildur kemur fram ásamt fleiri íslensku tónlistarmönnum. „Í sumar spilum við svo á Summerfest sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims. Árlega koma þar fram mörg af stærstu nöfnum heims og hlökkum við mikið til að spila þar og sjá fleiri listamenn.“ Hægt er að fylgja hljómsveitinni eftir á Facebook (Beebee and the bluebirds), Snapchat (bibibluebird) og Instagram (@beebeeandthebluebirds) auk þess sem hægt er að hlusta fyrstu plötu sveitarinnar á Soundcloud.
Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira