Graður og spakur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Um leið og ég las orð Kára um að við værum að verða vitlausari varð mér hugsað til dæmisögu einnar, sem mér fannst líklegust til að útskýra þessa válegu þróun: Aldinn indíáni sagði eitt sinn við ungan dreng: Inni í sérhverjum manni eigast tveir ernir við. Annar gráðugur en hinn spakur. Drengurinn spurði þá: Og hvor vinnur? Nú, sá sem þú fóðrar, svaraði sá gamli. Mér datt náttúrlega í hug að spyrja Kára hvort inni í heila okkar mannanna væru kannski tveir ernir: annar graður en hinn spakur. Það sjá allir hvor étur hinn út á gaddinn. Við lifum nefnilega í þjóðfélagi þar sem ég þekki orðið betur botn og bobbinga Kim Kardashian en fjöllin við Bíldudal. Þó hef ég aldrei borið mig eftir því að sjá hana, en staldra vissulega við þegar hún verður á vegi mínum, enda kurteis maður. Eduarto Punset sagði að við karlmenn notum helmingi meira svæði í heilanum undir kynlíf heldur en kvenfólk. Það er þá væntanlega ekkert mikið eftir til afnota þegar bogadreginn barmurinn hennar Kim blasir við manni. Það væri allt í lagi ef það gerðist bara til hátíðabrigða en nú er svo komið að hún er alltaf fyrir augunum á manni og ekki skánar það þegar aðrar glæsipíur eru farnar að herma eftir henni. Maður er varla meira en hálfviti megnið af deginum. Þá liggur beinast við að spyrja Kára hvort ekki sé rétt að bregðast við þessu lúðaklámi með sama hætti og hann bregst við Bakkusi. Hafa þetta á viðeigandi stöðum en ekki í Bónus, blöðum og fréttavefjum. Gott er að menn finni bobbingana þegar að kynlífsathöfn er komið en það er óviðunandi að þeir séu látnir kitla kónginn daginn út og inn. Nóg er nú áreitið samt, ég tala nú ekki um nú þegar forsetinn er farinn að kitla annan hvern mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Um leið og ég las orð Kára um að við værum að verða vitlausari varð mér hugsað til dæmisögu einnar, sem mér fannst líklegust til að útskýra þessa válegu þróun: Aldinn indíáni sagði eitt sinn við ungan dreng: Inni í sérhverjum manni eigast tveir ernir við. Annar gráðugur en hinn spakur. Drengurinn spurði þá: Og hvor vinnur? Nú, sá sem þú fóðrar, svaraði sá gamli. Mér datt náttúrlega í hug að spyrja Kára hvort inni í heila okkar mannanna væru kannski tveir ernir: annar graður en hinn spakur. Það sjá allir hvor étur hinn út á gaddinn. Við lifum nefnilega í þjóðfélagi þar sem ég þekki orðið betur botn og bobbinga Kim Kardashian en fjöllin við Bíldudal. Þó hef ég aldrei borið mig eftir því að sjá hana, en staldra vissulega við þegar hún verður á vegi mínum, enda kurteis maður. Eduarto Punset sagði að við karlmenn notum helmingi meira svæði í heilanum undir kynlíf heldur en kvenfólk. Það er þá væntanlega ekkert mikið eftir til afnota þegar bogadreginn barmurinn hennar Kim blasir við manni. Það væri allt í lagi ef það gerðist bara til hátíðabrigða en nú er svo komið að hún er alltaf fyrir augunum á manni og ekki skánar það þegar aðrar glæsipíur eru farnar að herma eftir henni. Maður er varla meira en hálfviti megnið af deginum. Þá liggur beinast við að spyrja Kára hvort ekki sé rétt að bregðast við þessu lúðaklámi með sama hætti og hann bregst við Bakkusi. Hafa þetta á viðeigandi stöðum en ekki í Bónus, blöðum og fréttavefjum. Gott er að menn finni bobbingana þegar að kynlífsathöfn er komið en það er óviðunandi að þeir séu látnir kitla kónginn daginn út og inn. Nóg er nú áreitið samt, ég tala nú ekki um nú þegar forsetinn er farinn að kitla annan hvern mann.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun