Ég bjóst alveg við því að vinna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. mars 2016 09:30 Jóhanna Ruth tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero „Ég held að ég eigi alveg séns á að vinna þessa keppni, ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki og það voru flestir sem kusu mig í síðasta þætti. Það er alveg ótrúlega mikil vinna sem fer í að undirbúa sig fyrir svona keppni og ég er strax byrjuð að hugsa hvaða lag ég ætla að syngja í úrslitaþættinum sem fer fram 3. apríl næstkomandi,“ segir Jóhanna Ruth sem tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero, en hún hlaut einróma lof dómara fyrir frammistöðu sína, og hafði Ágústa Eva leikkona sem situr í dómnefndinni orð á því að Jóhanna væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. „Ég bjóst alveg við því að vinna, ég var búin að æfa mig svo vel og ég var svo ánægð með flutninginn minn, þetta gekk allt saman upp,“ segir hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth alsæl.Baldur Dýrfjörð fiðluleikari frá Þorlákshöfn komst einnig áfram en hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.Það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í sönglistinni enda full sjálfstrausts og svo sannarlega með bein í nefinu, en ætli það sé eitthvað fleira sem hún stefnir á í framtíðinni? „Ég ætla að halda áfram að syngja, ég vil endilega vinna sem söngkona þegar ég verð stór en stóri draumurinn minn er að verða flugfreyja, mig hefur alltaf dreymt um það svo ætli ég verði ekki syngjandi flugfreyja í háloftunum,“ segir Jóhanna Ruth létt í bragði. Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi frá því hún var átta ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Henni finnst mjög gott að búa á Íslandi og er ánægð í skólanum en hún stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík „Það er alveg rosalega gott að búa á Íslandi, en það er samt alveg ískalt hérna. Í dag er ég að fara að koma fram á árshátíð í skólanum mínum og ég hlakka mikið til,“ segir Jóhanna Ruth sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda frábær söngkona hér á ferð sem vert er að fylgjast með. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11 Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Sjá meira
„Ég held að ég eigi alveg séns á að vinna þessa keppni, ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki og það voru flestir sem kusu mig í síðasta þætti. Það er alveg ótrúlega mikil vinna sem fer í að undirbúa sig fyrir svona keppni og ég er strax byrjuð að hugsa hvaða lag ég ætla að syngja í úrslitaþættinum sem fer fram 3. apríl næstkomandi,“ segir Jóhanna Ruth sem tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero, en hún hlaut einróma lof dómara fyrir frammistöðu sína, og hafði Ágústa Eva leikkona sem situr í dómnefndinni orð á því að Jóhanna væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. „Ég bjóst alveg við því að vinna, ég var búin að æfa mig svo vel og ég var svo ánægð með flutninginn minn, þetta gekk allt saman upp,“ segir hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth alsæl.Baldur Dýrfjörð fiðluleikari frá Þorlákshöfn komst einnig áfram en hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.Það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í sönglistinni enda full sjálfstrausts og svo sannarlega með bein í nefinu, en ætli það sé eitthvað fleira sem hún stefnir á í framtíðinni? „Ég ætla að halda áfram að syngja, ég vil endilega vinna sem söngkona þegar ég verð stór en stóri draumurinn minn er að verða flugfreyja, mig hefur alltaf dreymt um það svo ætli ég verði ekki syngjandi flugfreyja í háloftunum,“ segir Jóhanna Ruth létt í bragði. Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi frá því hún var átta ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Henni finnst mjög gott að búa á Íslandi og er ánægð í skólanum en hún stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík „Það er alveg rosalega gott að búa á Íslandi, en það er samt alveg ískalt hérna. Í dag er ég að fara að koma fram á árshátíð í skólanum mínum og ég hlakka mikið til,“ segir Jóhanna Ruth sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda frábær söngkona hér á ferð sem vert er að fylgjast með.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11 Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Sjá meira
Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11
Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30