Saga NBA-leikmanns á leið á hvíta tjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2016 11:00 Wahlberg ætlar að framleiða mynd um líf Butlers. vísir/getty Stórleikarinn Mark Wahlberg er með kvikmynd um leikmann í NBA-deildinni í körfubolta á teikniborðinu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Caron Butler og leikur með Sacramento Kings. Butler er langt frá því að vera stærsta nafnið í bransanum en saga hans er áhugaverð. Butler, sem er nýorðinn 36 ára, gaf út ævisögu sína í fyrra, Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA, og hún vakti athygli Wahlberg. Í bókinni segir Butler frá erfiðum uppvexti í borginni Racine í Wisconsin. Ellefu ára gamall var Butler farinn að selja eiturlyf og hann var handtekinn 15 sinnum áður en varð 15 ára. Butler náði þó að koma lífi sínu á réttan kjöl, sló í gegn með Connecticut háskólanum og var svo valinn af Miami Heat í nýliðavalinu í NBA árið 2002. Butler hefur komið víða við á ferli sínum í NBA en lengst af lék hann með Washington Wizards (2005-10). Hann varð NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011 og var tvívegis valinn til að spila í Stjörnuleiknum. „Ég vildi segja mína sögu því ég er lifandi dæmi þess að það er hægt að yfirstíga erfiðleika og öðlast nýtt og betra líf. Bókin fékk mikla athygli og þegar maður á borð við Mark Wahlberg segir að sagan þín gæti verið á leið á hvíta tjaldið leggurðu við hlustir,“ sagði Butler í yfirlýsingu. Ekki liggur fyrir hver mun leika Butler í myndinni sem Wahlberg ætlar að framleiða. Leikarinn góðkunni er mikill körfuboltaáhugamaður en hann kynntist Butler þegar sá síðarnefndi lék með Los Angeles Clippers á árunum 2011-13. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Stórleikarinn Mark Wahlberg er með kvikmynd um leikmann í NBA-deildinni í körfubolta á teikniborðinu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Caron Butler og leikur með Sacramento Kings. Butler er langt frá því að vera stærsta nafnið í bransanum en saga hans er áhugaverð. Butler, sem er nýorðinn 36 ára, gaf út ævisögu sína í fyrra, Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA, og hún vakti athygli Wahlberg. Í bókinni segir Butler frá erfiðum uppvexti í borginni Racine í Wisconsin. Ellefu ára gamall var Butler farinn að selja eiturlyf og hann var handtekinn 15 sinnum áður en varð 15 ára. Butler náði þó að koma lífi sínu á réttan kjöl, sló í gegn með Connecticut háskólanum og var svo valinn af Miami Heat í nýliðavalinu í NBA árið 2002. Butler hefur komið víða við á ferli sínum í NBA en lengst af lék hann með Washington Wizards (2005-10). Hann varð NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011 og var tvívegis valinn til að spila í Stjörnuleiknum. „Ég vildi segja mína sögu því ég er lifandi dæmi þess að það er hægt að yfirstíga erfiðleika og öðlast nýtt og betra líf. Bókin fékk mikla athygli og þegar maður á borð við Mark Wahlberg segir að sagan þín gæti verið á leið á hvíta tjaldið leggurðu við hlustir,“ sagði Butler í yfirlýsingu. Ekki liggur fyrir hver mun leika Butler í myndinni sem Wahlberg ætlar að framleiða. Leikarinn góðkunni er mikill körfuboltaáhugamaður en hann kynntist Butler þegar sá síðarnefndi lék með Los Angeles Clippers á árunum 2011-13.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins