Tónlist

Emerson féll fyrir eigin hendi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Keith Emerson náði 71 árs aldri.
Keith Emerson náði 71 árs aldri.
Keith Emerson, sem fannst látinn í síðustu viku, féll fyrir eigin hendi með skotvopni. Þetta kom fram í skýrslu dánardómstjóra sem gefin var út í dag. Hann náði 71 árs aldri.

Emerson, sem var einn af þekktari hljómborðsleikurum rokksögunnar, var hjartveikur og hafði þjáðst af langvarandi þunglyndi vegna alkahólisma. Hann hafði einnig orðið fyrir taugaskemmd í hægri hendi sem bitnaði á spilamennsku hans. Mestri velgengni átti hljómborðsleikarinn að fagna með rokksveitinni Emerson, Lake and Palmer á sjöunda áratugnum en sveitin spilaði tilraunakennd rokk.

Hér fyrir neðan má sjá sveitina spila lagið „From the Beginning“ á tónleikum árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×