Tónlist

TUNGL með tónleika á Húrra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. vísir
Hljómsveitin TUNGL heldur sína fyrstu tónleika á Húrra í kvöld en sveitin vinnur nú að plötu.

Mannskapurinn í sveitinni er ekki af verri endanum. Bjarni Sigurðarson (Mínus) er á gítar, Frosti Gringo (Klink, Legend, Esja) er á trammum, Þorbjörn Sigurðsson (Dr.Spock, Ensími og fleira) er á gítar og hljómborðum, Elís Pétursson (Leaves, Jeff Who) er á bassa, Birgir Ísleifur (Motion Boys) syngur og spilar á hljómborð.  

Orri Dýrason (Sigurrós) sér um slagverk. Og síðast en ekki síst eru Unnur Birna Björnsdóttir og Rósa Guðrún Sveinsdóttir í bakröddum. Árni Vil úr FM Belfast hitar síðan upp með lög af komandi sóló plötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×