Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2016 12:00 Vísir/Getty E. Spencer Kyle birtir áhugaverða grein á íþróttavefnum fansided.com þar sem hann bendir á að mikið misræmi er á hversu mikið bardagakappar fá greitt frá UFC-bardagasambandinu. Í greininni bendir hann á að Kanadamaðurinn Rory MacDonald, einn þekktasti veltivigtarmaðurinn í UFC, hafi aðeins fengið 59 þúsund Bandaríkjadala (7,3 milljónir) fyrir ótrúlegan bardaga sinn gegn Robbie Lawler síðasta sumar. Þetta sama kvöld barðist Gunnar Nelson við Brandon Thatch og bar sigur úr býtum. Fyrir það fékk hann 58 þúsund Bandaríkjala (7,3 milljónir) fyrir sigurinn. Í desember barðist Gunnar svo við Demian Maia og fékk fyrir það 75 þúsund dollara (9,3 milljónir). Sjá einnig: Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari „Íslendingurinn er án nokkurs vafa hæfileikaríkur en hann hefur aldrei komist á tíu efstu [á styrkleikalista UFC í veltivigt] og er nú dottinn út af fimmtán efstu. Sigurinn á Thatch er sá stærsti á hans ferli.“ „Það verður að hrósa umboðsmönnum Gunnars fyrir að landa þessum samningi en það gefur líka ákveðið viðmið fyrir næsta samning MacDonald þar sem að hann hefur notið meiri velgengni en Gunni á ferlinum og er nú í efsta sæti styrkleikalistans [á eftir meistaranum, Robbie Lawler].“ Sjá einnig: Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann MacDonald mun berjast við Stephen Thompson í júní og er það síðasti bardaginn á núverandi samningi hans við UFC. MacDonald segist afar viljugur að fara aftur út á markaðinn og kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir hann, fyrir utan UFC. Kyle segir augljóst að til að sporna við þessari þróun þurfi UFC að borga bardagamönnum sínum í samræmi við þær miklu tekjur sem sambandið hefur af viðburðum sínum, bæði sjónvarpstekjur og af miðasölu. Nú þegar hafi Conor McGregor notið góðs af því og nokkrar aðrar stjörnur, en fleiri þurfi að fá stærri sneið af kökunni.Smelltu hér til að lesa greinina á fansided.com. MMA Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira
E. Spencer Kyle birtir áhugaverða grein á íþróttavefnum fansided.com þar sem hann bendir á að mikið misræmi er á hversu mikið bardagakappar fá greitt frá UFC-bardagasambandinu. Í greininni bendir hann á að Kanadamaðurinn Rory MacDonald, einn þekktasti veltivigtarmaðurinn í UFC, hafi aðeins fengið 59 þúsund Bandaríkjadala (7,3 milljónir) fyrir ótrúlegan bardaga sinn gegn Robbie Lawler síðasta sumar. Þetta sama kvöld barðist Gunnar Nelson við Brandon Thatch og bar sigur úr býtum. Fyrir það fékk hann 58 þúsund Bandaríkjala (7,3 milljónir) fyrir sigurinn. Í desember barðist Gunnar svo við Demian Maia og fékk fyrir það 75 þúsund dollara (9,3 milljónir). Sjá einnig: Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari „Íslendingurinn er án nokkurs vafa hæfileikaríkur en hann hefur aldrei komist á tíu efstu [á styrkleikalista UFC í veltivigt] og er nú dottinn út af fimmtán efstu. Sigurinn á Thatch er sá stærsti á hans ferli.“ „Það verður að hrósa umboðsmönnum Gunnars fyrir að landa þessum samningi en það gefur líka ákveðið viðmið fyrir næsta samning MacDonald þar sem að hann hefur notið meiri velgengni en Gunni á ferlinum og er nú í efsta sæti styrkleikalistans [á eftir meistaranum, Robbie Lawler].“ Sjá einnig: Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann MacDonald mun berjast við Stephen Thompson í júní og er það síðasti bardaginn á núverandi samningi hans við UFC. MacDonald segist afar viljugur að fara aftur út á markaðinn og kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir hann, fyrir utan UFC. Kyle segir augljóst að til að sporna við þessari þróun þurfi UFC að borga bardagamönnum sínum í samræmi við þær miklu tekjur sem sambandið hefur af viðburðum sínum, bæði sjónvarpstekjur og af miðasölu. Nú þegar hafi Conor McGregor notið góðs af því og nokkrar aðrar stjörnur, en fleiri þurfi að fá stærri sneið af kökunni.Smelltu hér til að lesa greinina á fansided.com.
MMA Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira