Viðskipti erlent

Nike setur „sjálfreimandi“ skó á markað

Atli Ísleifsson skrifar
HyperAdapt 1.0 skórinn var kynntur til sögunnar fyrr í vikunni.
HyperAdapt 1.0 skórinn var kynntur til sögunnar fyrr í vikunni. Mynd/Nike
Bandaríski íþróttavörurisinn Nike hefur kynnt nýja skólínu þar sem skónir eru þannig búnir að þeir séu „sjálfreimandi“.

Í frétt á vef Nike kemur fram að tæknin sé kölluð „sport-informed adaptive lacing”, þar sem skórinn, HyperAdapt 1.0, skynjar hvenær notandinn hefur komið fætinum fyrir og herðir reimarnar af sjálfum sér.

Skórinn var kynntur til sögunnar fyrr í vikunni ásamt uppfærðu Nike+ appi og nýju efni sem ætlað er að koma í veg fyrir að óhreinindi safnist saman og festist á sólum fótboltaskóa.

Sjá má myndband af sjálfreimandi skó Nike að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×