Plata og stuttmynd á leiðinni Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. mars 2016 15:19 Natasha Khan gaf síðast út plötuna The Haunted Man. Vísir/Getty Breska sönkonan Natasha Khan, sem gefur út tónlist undir nafninu Bat for Lashes, deildi áðan myndbandi við lagið In God‘s House. Það er fyrsta myndbandið sem hún gerir af væntanlegri fjórðu breiðskífu hennar „The Bride“. Nýja platan er væntanleg í júlí. Sjálf stýrði hún upptökum en á meðan samstarfsmanna hennar má nefna Dan Carey, Head og Simone Felice. Samstíga plötunni er Natasha búin að gera stuttmyndina „I do“ sem frumsýnd verður á Tribeca kvikmyndahátíðinni í apríl. Bæði platan og myndin segja sögu konu sem nýlega hefur misst unnusta sinn í bílslysi. „Brúðurinn“ flýr frá aðstæðum, staðráðin í því að upplifa brúðkaupsferð sína þó svo að hún verði ein á ferð. Natasha Khan er greinilega mjög frjó þessa daganna því síðastliðin október gaf hún út plötu undir nafninu Sexwitch sem inniheldur allt öðruvísi tónlist en hún hefur verið þekkt fyrir fram til þessa. Hér má sjá myndbandið; Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Breska sönkonan Natasha Khan, sem gefur út tónlist undir nafninu Bat for Lashes, deildi áðan myndbandi við lagið In God‘s House. Það er fyrsta myndbandið sem hún gerir af væntanlegri fjórðu breiðskífu hennar „The Bride“. Nýja platan er væntanleg í júlí. Sjálf stýrði hún upptökum en á meðan samstarfsmanna hennar má nefna Dan Carey, Head og Simone Felice. Samstíga plötunni er Natasha búin að gera stuttmyndina „I do“ sem frumsýnd verður á Tribeca kvikmyndahátíðinni í apríl. Bæði platan og myndin segja sögu konu sem nýlega hefur misst unnusta sinn í bílslysi. „Brúðurinn“ flýr frá aðstæðum, staðráðin í því að upplifa brúðkaupsferð sína þó svo að hún verði ein á ferð. Natasha Khan er greinilega mjög frjó þessa daganna því síðastliðin október gaf hún út plötu undir nafninu Sexwitch sem inniheldur allt öðruvísi tónlist en hún hefur verið þekkt fyrir fram til þessa. Hér má sjá myndbandið;
Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira