Heimildir herma að aðalbardaginn á UFC 200 verði taka tvö hjá Conor McGregor og Nate Diaz.
Það er MMAfighting.com sem heldur þessu fram í dag og segist hafa nokkrar heimildir fyrir því að verið sé að vinna í að setja þennan bardaga upp.
Ef af verður þá verður þetta aðalbardaginn á UFC 200 enda enginn bardagamaður sem selur jafn vel í UFC í dag og Conor McGregor.
Fyrr í mánuðinum náði Diaz að hengja Conor í annarri lotu í bardaga þeirra. Það var fyrsta tap Írans í sextán bardögum.
Diaz var vinsæll fyrir bardagann og er enn vinsælli eftir hann. UFC telur því líklegt að þessi bardagi geti fengið mesta athygli af þeim bardögum sem hægt er að setja upp í dag með Conor.
Þetta eru því svekkjandi tíðindi fyrir Jose Aldo og Frankie Edgar sem voru að vonast eftir fjaðurvigtarbardaga um beltið gegn Conor.
Conor fær líklega tækifæri til að hefna gegn Diaz

Tengdar fréttir

Sjáðu þjálfara Diaz stýra honum til sigurs: „Þú ert tilbúinn til að deyja en ekki hann“
Vísir er búinn að klippa saman hljóðið úr horninu hjá Nate Diaz yfir bardagann hjá honum gegn Conor McGregor.

Svona vann Diaz Conor | Sjáðu bardagann í heild sinni
Sigurganga Conors McGregor í UFC er á enda.

Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz
Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi.

Stórkostlegt myndband af Conor og Conan að spila UFC2
Það er venjulega létt stemning er Conor McGregor heimsækir spjallþáttastjórnandann Conan O'Brien.