Átti lag í nýjasta þætti Grey´s Anatomy Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. mars 2016 09:00 Axel Flóvent lauk í gær við tónleikaferð um Bandaríkin. mynd/Sigga Ella Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent átti lag í hinum geysivinsæla sjónvarpsþættir Grey's Anatomy sem sýndur var á fimmtudagskvöldið í Bandaríkjunum. Lagið sem notað var í þættinum heitir Beach en það kom út á síðustu EP plötu Axels, sem ber nafnið Forest Fires. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lagið er notað í erlendan sjónvarpsþátt en lagið var einnig notað í Vampire Diaris í desember. „Við vitum af fleiri þáttum en við megum ekki segja frá því að svo stöddu,” segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels, spurður út í hvort tónlist Axels verði í fleiri sjónvarpsþáttum á næstunni. Axel hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kom fram á síðustu tónleikum ferðarinnar í gærkvöldi í Chicago. „Túrinn hefur gengið rosalega vel, það hefur verið fullt alls staðar. Við lögðum af stað um síðustu mánaðamót og keyrðum um 3.700 kílómetra allt í allt. Axel spilaði á SXSW tónlistarhátíðinni í Austin á miðvikudagskvöldið og svo flugum við hingað til Chicago. Við stoppum þó stutt heima því Axel er á leið í stúdíó í Belgíu og ég nýti tímann til að funda með plötufyrirtækinu okkar um framtíðina,“ útskýrir Sindri. Árið lítur vel út hjá Axel en eftir að hafa verið úti nánast allan janúar og mars tekur við mikil vinnutörn í apríl þar sem meðal annars erlendir kvikmyndagerðarmenn á vegum Sony eru væntanlegir til landsins að vinna tónlistarmyndband með Axel. „Svo er stíf dagskrá frá lok apríl alveg fram í lok nóvember. Spot tónlistarhátíðin í Danmörku í lok apríl, Canadian Music Week, austurstranda tónleikaferð um Bandaríkin, Stuttur sprettur í Bretlandi og Great Escape tónlistarhátíðin í maí. Holland, Belgía, Sviss, Secret Solstice, Slottsfjell-hátíðin í Noregi og fleiri hátíðir sem við megum ekki segja frá strax. Þýskaland í september og svo að sjálfsögðu Iceland Airwaves í nóvember,“ segir Sindri. Hann stefnir á að halda tónleika á Íslandi fyrir Secret Solstice. „Það er ekkert skipulagt en líklega náum við tónleikum í apríl.“ Á næstu vikum sendir Axel frá sér nýtt lag og myndband en það er við lagið Sea Creatures. Airwaves Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent átti lag í hinum geysivinsæla sjónvarpsþættir Grey's Anatomy sem sýndur var á fimmtudagskvöldið í Bandaríkjunum. Lagið sem notað var í þættinum heitir Beach en það kom út á síðustu EP plötu Axels, sem ber nafnið Forest Fires. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lagið er notað í erlendan sjónvarpsþátt en lagið var einnig notað í Vampire Diaris í desember. „Við vitum af fleiri þáttum en við megum ekki segja frá því að svo stöddu,” segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels, spurður út í hvort tónlist Axels verði í fleiri sjónvarpsþáttum á næstunni. Axel hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kom fram á síðustu tónleikum ferðarinnar í gærkvöldi í Chicago. „Túrinn hefur gengið rosalega vel, það hefur verið fullt alls staðar. Við lögðum af stað um síðustu mánaðamót og keyrðum um 3.700 kílómetra allt í allt. Axel spilaði á SXSW tónlistarhátíðinni í Austin á miðvikudagskvöldið og svo flugum við hingað til Chicago. Við stoppum þó stutt heima því Axel er á leið í stúdíó í Belgíu og ég nýti tímann til að funda með plötufyrirtækinu okkar um framtíðina,“ útskýrir Sindri. Árið lítur vel út hjá Axel en eftir að hafa verið úti nánast allan janúar og mars tekur við mikil vinnutörn í apríl þar sem meðal annars erlendir kvikmyndagerðarmenn á vegum Sony eru væntanlegir til landsins að vinna tónlistarmyndband með Axel. „Svo er stíf dagskrá frá lok apríl alveg fram í lok nóvember. Spot tónlistarhátíðin í Danmörku í lok apríl, Canadian Music Week, austurstranda tónleikaferð um Bandaríkin, Stuttur sprettur í Bretlandi og Great Escape tónlistarhátíðin í maí. Holland, Belgía, Sviss, Secret Solstice, Slottsfjell-hátíðin í Noregi og fleiri hátíðir sem við megum ekki segja frá strax. Þýskaland í september og svo að sjálfsögðu Iceland Airwaves í nóvember,“ segir Sindri. Hann stefnir á að halda tónleika á Íslandi fyrir Secret Solstice. „Það er ekkert skipulagt en líklega náum við tónleikum í apríl.“ Á næstu vikum sendir Axel frá sér nýtt lag og myndband en það er við lagið Sea Creatures.
Airwaves Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira