Sænska hlaupadrottningin Abeba Aregawi er líklega á leið í keppnisbann eftir að hún féll á lyfjaprófi. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins.
Þessi 25 ára gamla hlaupakona er fædd og uppalin í Eþíópíu, en hún hefur keppt fyrir Svíþjóðar undanfarin þrjú ár og unnið til stórra verðlauna.
Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013.
Hún hefur beðið um að B-sýni verði tekið í þeirri von um að sleppa við lyfjabann og er það í ferli.
Þessar fréttir eru eins og bensín á bálið sem Aregawi er búin að kveikja í Svíþjóð með svikum og prettum sínum í umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Vísir greindi frá því máli í gær.
Ólíklegt þykir að Aregawi keppir fyrir Svíþjóð á Ólympíuleikunum, en sænska Ólympíunefndin er nú þegar búin að skera á fjárútlát til hennar.
Umdeildasti íþróttamaður Svíþjóðar féll á lyfjaprófi

Tengdar fréttir

Heims- og Evrópumeistari fékk sænska ríkisfangið sitt með svikum og prettum
Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo.