Gunnar Nelson er ekki lengur á meðal fimmtán efstu á styrkleikalista UFC í veltivigt.
Á styrkleikalistanum sem UFC birtir er ekki lengur neinn Gunnar Nelson.
Hann hefur verið inn á topp 15 listanum lengi en datt út á dögunum er tveir bardagakappar voru saman í 14. sæti.
Nú er næsti andstæðingur hans, Albert Tumenov, settur í fimmtánda sætið. Hann var annar þeirra sem voru saman í 14. sætinu síðast.
Gunnar hefur verið samfleytt á topp 15 listanum síðan í mars 2014 að því er mmafrettir.is segja.
Gunnar kemur væntanlega aftur inn á listann takist honum að leggja Tumenov í maí.
