Gunnar Nelson er ekki lengur á meðal fimmtán efstu á styrkleikalista UFC í veltivigt.
Á styrkleikalistanum sem UFC birtir er ekki lengur neinn Gunnar Nelson.
Hann hefur verið inn á topp 15 listanum lengi en datt út á dögunum er tveir bardagakappar voru saman í 14. sæti.
Nú er næsti andstæðingur hans, Albert Tumenov, settur í fimmtánda sætið. Hann var annar þeirra sem voru saman í 14. sætinu síðast.
Gunnar hefur verið samfleytt á topp 15 listanum síðan í mars 2014 að því er mmafrettir.is segja.
Gunnar kemur væntanlega aftur inn á listann takist honum að leggja Tumenov í maí.
Gunnar ekki lengur á styrkleikalista UFC

Tengdar fréttir

Gunnar: Spenntur fyrir að berjast aftur í Evrópu
Gunnar Nelson mætir rússneska rotaranum Albert Tumenov í Rotterdam í maí.

Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars
Eins og Vísir greindi frá í morgun þá mun Gunnar Nelson mæta Rússanum Albert Tumenov í UFC-bardaga þann 8. maí næstkomandi.

Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam
Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi.