„Subbuleg smekkleysa“ og „Fáheyrður ósmekkur“ Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2016 13:54 Innileg hneykslan á framgöngu Fannars hefur náð að sameina ýmsa heldri borgara sem annars hafa eldað grátt silfur. Framganga Hraðfréttapilta á Eddunni á sunnudag fór heldur betur fyrir brjóstið á heldri borgurum, svo mjög að gamlir fjendur sameinuðust í einlægri hneykslan á þeim Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni. Fannar kveikti sér í sígarettu og Benedikt opnaði bjórdós um leið og þeir kynntu tilnefningar Edduverðlaunanna fyrir barnaefni. Þekktir heldri borgarar hafa lýst yfir mikilli fyrirlitningu á þessari framgöngu, en Morgunblaðið greindi frá þessu. Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, reið á vaðið á Facebook og sagði: „Subbulegt. Ekki óvænt. Borguð bjórauglýsing? Hvar var útvarpsstjórinn?“ Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, tekur heilshugar undir þau orð og þarf reyndar ekki mörg orð til að lýsa vandlætingu sinni: „Subbuleg smekkleysa,“ segir hann á síðu Eiðs. Jón Viðar Jónsson, hinn skeleggi leiklistargagnrýni, setur málið í samhengi og bendir á eftirfarandi: „Útvarpsstjórinn, sem NB ráðherra sjálfstæðisflokksins réði, sat út í sal og hló.“ Það sem kannski sætir mestum tíðindum í þessu öllu er að Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, er alveg á sama máli og Björn Bjarnason en þeir hafa eldað grátt silfur allt frá þeim tíma að Sigurður G. var dagskrárstjóri Stöðvar 2 og Björn menntamálaráðherra: „Fáheyrður ósmekkur!“ Eddan Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Framganga Hraðfréttapilta á Eddunni á sunnudag fór heldur betur fyrir brjóstið á heldri borgurum, svo mjög að gamlir fjendur sameinuðust í einlægri hneykslan á þeim Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni. Fannar kveikti sér í sígarettu og Benedikt opnaði bjórdós um leið og þeir kynntu tilnefningar Edduverðlaunanna fyrir barnaefni. Þekktir heldri borgarar hafa lýst yfir mikilli fyrirlitningu á þessari framgöngu, en Morgunblaðið greindi frá þessu. Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, reið á vaðið á Facebook og sagði: „Subbulegt. Ekki óvænt. Borguð bjórauglýsing? Hvar var útvarpsstjórinn?“ Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, tekur heilshugar undir þau orð og þarf reyndar ekki mörg orð til að lýsa vandlætingu sinni: „Subbuleg smekkleysa,“ segir hann á síðu Eiðs. Jón Viðar Jónsson, hinn skeleggi leiklistargagnrýni, setur málið í samhengi og bendir á eftirfarandi: „Útvarpsstjórinn, sem NB ráðherra sjálfstæðisflokksins réði, sat út í sal og hló.“ Það sem kannski sætir mestum tíðindum í þessu öllu er að Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, er alveg á sama máli og Björn Bjarnason en þeir hafa eldað grátt silfur allt frá þeim tíma að Sigurður G. var dagskrárstjóri Stöðvar 2 og Björn menntamálaráðherra: „Fáheyrður ósmekkur!“
Eddan Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira