Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2016 06:18 Marco Rubio, Ted Cruz, Bernie Sanders, Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði sigur í flestum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem forkosningar flokkanna fóru fram í nótt. Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma. Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont. Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi. Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.Ted Cruz (R): Texas, OklahomaMarco Rubio (R): MinnesotaHillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, MassachusettsBernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado Á vef CNN segir að Clinton hafi tryggt sér 314 kjörmenn í nótt en Sanders 210. Trump tryggði sér 169 kjörmenn, Cruz 97, Rubio 37, John Kasich sautján og Ben Carson þrjá. Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum. Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.Trump sagðist sjálfur vera maður sem gæti sameinað Repúblikanaflokkinn og hætt innanhúsátökum í flokknum og einblínt á baráttuna sem framundan væri gegn Clinton. Ted Cruz hvatti til einingar til að tryggja mætti að Trump yrði ekki frambjóðandi Repúblikana.Marco Rubio lagði í sigurræðu sinni að „svikahrappur“ yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og vísaði þar til Donalds Trump.Bernie Sanders ítrekaði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að tryggja að auðmenn stjórni ekki öllu í ríkinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði sigur í flestum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem forkosningar flokkanna fóru fram í nótt. Clinton og Trump unnu bæði sigra í Alabama, Georgíu, Tennessee og Virginíu. Ted Cruz hafði sigur í heimaríki sínu Texas og Oklahoma. Bernie Sanders vann sigur í fjórum ríkjum, þeirra á meðal heimaríki hans Vermont. Kosið var í ellefu ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða og eiga jafnan línur það til að skýrast verulega í baráttunni um tilnefningar flokkanna eftir að búið er að telja upp úr kjörkössunum á þeim degi. Frambjóðendur sem unnu sigra eftir ríkjum í nótt:Donald Trump (R): Alabama, Georgía, Massachusetts, Tennessee, Virginía, Arkansas, Vermont.Ted Cruz (R): Texas, OklahomaMarco Rubio (R): MinnesotaHillary Clinton (D): Alabama, Georgía, Tennessee, Virginía, Arkansas, Texas, MassachusettsBernie Sanders (D): Vermont, Oklahoma, Minnesota, Colorado Á vef CNN segir að Clinton hafi tryggt sér 314 kjörmenn í nótt en Sanders 210. Trump tryggði sér 169 kjörmenn, Cruz 97, Rubio 37, John Kasich sautján og Ben Carson þrjá. Clinton hefur nú tryggt sér alls 873 kjörmenn, en Sanders 296. 1.383 kjörmenn þarf til að tryggja sér tilnefningu hjá Demókrötum. Hjá Repúblikönum hefur Trump tryggt sér 274 kjörmenn, Cruz 149 og Rubio 82, en alls þarf 1.237 til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Hillary Clinton beindi í sigurræðu sinni spjótum sínum að Donald Trump og sagði aldrei áður hafa verið meira undir í forsetakosningunum í haust og að orðræðan hjá Repúblikönum hafi aldrei verið á eins lágu plani.Trump sagðist sjálfur vera maður sem gæti sameinað Repúblikanaflokkinn og hætt innanhúsátökum í flokknum og einblínt á baráttuna sem framundan væri gegn Clinton. Ted Cruz hvatti til einingar til að tryggja mætti að Trump yrði ekki frambjóðandi Repúblikana.Marco Rubio lagði í sigurræðu sinni að „svikahrappur“ yrði aldrei forseti Bandaríkjanna og vísaði þar til Donalds Trump.Bernie Sanders ítrekaði í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að tryggja að auðmenn stjórni ekki öllu í ríkinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira