Curry-laust Golden State slapp með skrekkinn í framlengingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 06:54 Golden State Warriors vann Atlanta Hawks, 109-105, eftir framlengingu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og er liðið því enn taplaust á heimavelli með 25 sigra og ekkert tap á tímabilinu. Meistararnir eru enn fremur búnir að vinna 54 af 59 leikjum sínum og stefna á 20 ára gamalt met Chicago Bulls frá 1996 þegar Michael Jordan og félagar unnu 70 leiki af 82. Golden State spilaði án Stephen Curry í nótt sem er meiddur á ökkla, en það var hinn afar fjölhæfi miðherji Draymond Green sem tryggði meisturunum sigurinn með frábærri þriggja stiga körfu þegar 40 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Klay Thompson var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, en hann skoraði sex þriggja stiga körfur úr 16 tilraunum. Draymond Green var grátlega nálægt enn einni þrennunni, en hann skoraði 15 stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Með sigri á Oklahoma City aðfaranótt föstudags jafnar Golden State met Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta heimasigra í röð í NBA-deildinni. Golden State er búið að vinna 43 í röð, ef síðasta tímabil er tekið inn í dæmið, en Chicago vann 44 í röð frá mars 1995 til apríl 1996.Damian Lillard skoraði 30 stig.vísir/gettyLillard í ham Það deilir enginn um að Stephen Curry er besti leikmaðurinn í NBA-deildinni í dag, en einn leikmaður er að spila jafn vel og hann þessa dagana. Það er Damian Lillard, leikstjórnandi Portland. Lillard skoraði 30 stig í 104-85 heimasigri á New York Knicks í nótt, en félagi hans í bakvarðasveit Portland-liðsins, C.J. McCollum skoraði 25 stig, þar af 21 í seinni hálfleik. Í spilaranum hér að ofan má sjá Lillard og McCollum fara á kostum í nótt. Lillard er búinn að skora 30 stig eða meira í átta af síðustu níu leikjum. Með hann í svona miklu stuði er liðið á miklum skriði og búið að vinna 18 af síðustu 22 leikjum sínum. Portland er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar á meðan Knicks-liðið er í tómu rugli; búið að tapa átta af síðustu tíu leikjum sínum og er í þrettánda sæti austurdeildarinnar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Phoenix Suns 126-92 Miami Heat - Chicago Bulls 129-111 New York Knicks - Portland Trail Blazers 85-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 121-80 Golden State Warriors - Atlanta Hawks 109-105 Los Angeles Lakers - Brooklyn Nets 107-101Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Golden State Warriors vann Atlanta Hawks, 109-105, eftir framlengingu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og er liðið því enn taplaust á heimavelli með 25 sigra og ekkert tap á tímabilinu. Meistararnir eru enn fremur búnir að vinna 54 af 59 leikjum sínum og stefna á 20 ára gamalt met Chicago Bulls frá 1996 þegar Michael Jordan og félagar unnu 70 leiki af 82. Golden State spilaði án Stephen Curry í nótt sem er meiddur á ökkla, en það var hinn afar fjölhæfi miðherji Draymond Green sem tryggði meisturunum sigurinn með frábærri þriggja stiga körfu þegar 40 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Klay Thompson var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, en hann skoraði sex þriggja stiga körfur úr 16 tilraunum. Draymond Green var grátlega nálægt enn einni þrennunni, en hann skoraði 15 stig, tók þrettán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Með sigri á Oklahoma City aðfaranótt föstudags jafnar Golden State met Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta heimasigra í röð í NBA-deildinni. Golden State er búið að vinna 43 í röð, ef síðasta tímabil er tekið inn í dæmið, en Chicago vann 44 í röð frá mars 1995 til apríl 1996.Damian Lillard skoraði 30 stig.vísir/gettyLillard í ham Það deilir enginn um að Stephen Curry er besti leikmaðurinn í NBA-deildinni í dag, en einn leikmaður er að spila jafn vel og hann þessa dagana. Það er Damian Lillard, leikstjórnandi Portland. Lillard skoraði 30 stig í 104-85 heimasigri á New York Knicks í nótt, en félagi hans í bakvarðasveit Portland-liðsins, C.J. McCollum skoraði 25 stig, þar af 21 í seinni hálfleik. Í spilaranum hér að ofan má sjá Lillard og McCollum fara á kostum í nótt. Lillard er búinn að skora 30 stig eða meira í átta af síðustu níu leikjum. Með hann í svona miklu stuði er liðið á miklum skriði og búið að vinna 18 af síðustu 22 leikjum sínum. Portland er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar á meðan Knicks-liðið er í tómu rugli; búið að tapa átta af síðustu tíu leikjum sínum og er í þrettánda sæti austurdeildarinnar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Phoenix Suns 126-92 Miami Heat - Chicago Bulls 129-111 New York Knicks - Portland Trail Blazers 85-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 121-80 Golden State Warriors - Atlanta Hawks 109-105 Los Angeles Lakers - Brooklyn Nets 107-101Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira