Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 10:03 Velkomin! Íbúar á Cape Breton taka Bandaríkjamönnum fagnandi. Mynd af heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ Í hverjum forsetakosningum, og raunar við fleiri tilefni, henda fjölmargir Bandaríkjamenn fram þeirri fullyrðingu að verði niðurstaðan ekki eins og þeir kjósi að hún verði þá flytji þeir til nágrannanna í Kanada. Sú staðreynd að frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, á raunhæfan möguleika og gott betur að verða næsti forseti Bandaríkjanna virðist gera fjölmennan hóp Bandaríkjamanna óttasleginn um komandi framtíð. Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna og segjast taka við „bandarískum flóttamönnum“ verði niðurstaðan sú að Trump nái kjöri sem forseti. Húmorinn ræður för í þessu átaki eyjaskeggja en eyjan, sem er við austurströnd Kanada, er um 10 þúsund ferkílómetrar eða um einn tíundi af stærð Íslands. Þar búa um 135 þúsund manns.Sjá einnig:Allt stefnir í slag Hillary og Trump Útvarpsmaðurinn Rob Calabrese kom heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ í loftið. Heiti síðunnar mætti snúa yfir á íslensku sem „Förum til Cape Breton ef Donald Trump sigrar.“ Þar er því lýst hvaða hag fólk hefði af að flytjast búferlum til eyjarinnar. Síðan hefur fengið 300 þúsund heimsóknir undanfarnar tvær vikur.Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana.Vísir/EPAHundruð Kana fúlasta alvara Á Cape Breton eru fóstureyðingar leyfðar, múslimar fá að vera á meðal fólks og einu veggirnir eru þeir sem halda þökunum uppi á húsunum, sem eru á einstaklega viðráðanlegu verði. Þá er heilbrigðisþjónusta ókeypis, nágrannar þekkjast og gæta hvers annars og enginn er með byssu. Ferðamálastjóri á eyjunni segir að opinber heimasíða Cape Breton hafi fengið 12 þúsund heimsóknir í síðustu viku. Heimsóknir á síðuna voru 1300 sömu viku í fyrra. Hann segir segir hag eyjarinnar af fleiri íbúum vera bætt hagkerfi. Veðrinu lýsir hann sem sambærilegu við annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna. Herferð ferðamálafólksins hefur vakið athygli í Bandaríkjunum, svo mikla að CNN hefur sent tökulið til eyjarinnar til að komast að því hvað sé um að vera. Útvarprsmaðurinn Calabrese segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem eru að skoða flutning til Cape Breton af fullri alvöru. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Í hverjum forsetakosningum, og raunar við fleiri tilefni, henda fjölmargir Bandaríkjamenn fram þeirri fullyrðingu að verði niðurstaðan ekki eins og þeir kjósi að hún verði þá flytji þeir til nágrannanna í Kanada. Sú staðreynd að frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, á raunhæfan möguleika og gott betur að verða næsti forseti Bandaríkjanna virðist gera fjölmennan hóp Bandaríkjamanna óttasleginn um komandi framtíð. Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna og segjast taka við „bandarískum flóttamönnum“ verði niðurstaðan sú að Trump nái kjöri sem forseti. Húmorinn ræður för í þessu átaki eyjaskeggja en eyjan, sem er við austurströnd Kanada, er um 10 þúsund ferkílómetrar eða um einn tíundi af stærð Íslands. Þar búa um 135 þúsund manns.Sjá einnig:Allt stefnir í slag Hillary og Trump Útvarpsmaðurinn Rob Calabrese kom heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ í loftið. Heiti síðunnar mætti snúa yfir á íslensku sem „Förum til Cape Breton ef Donald Trump sigrar.“ Þar er því lýst hvaða hag fólk hefði af að flytjast búferlum til eyjarinnar. Síðan hefur fengið 300 þúsund heimsóknir undanfarnar tvær vikur.Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana.Vísir/EPAHundruð Kana fúlasta alvara Á Cape Breton eru fóstureyðingar leyfðar, múslimar fá að vera á meðal fólks og einu veggirnir eru þeir sem halda þökunum uppi á húsunum, sem eru á einstaklega viðráðanlegu verði. Þá er heilbrigðisþjónusta ókeypis, nágrannar þekkjast og gæta hvers annars og enginn er með byssu. Ferðamálastjóri á eyjunni segir að opinber heimasíða Cape Breton hafi fengið 12 þúsund heimsóknir í síðustu viku. Heimsóknir á síðuna voru 1300 sömu viku í fyrra. Hann segir segir hag eyjarinnar af fleiri íbúum vera bætt hagkerfi. Veðrinu lýsir hann sem sambærilegu við annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna. Herferð ferðamálafólksins hefur vakið athygli í Bandaríkjunum, svo mikla að CNN hefur sent tökulið til eyjarinnar til að komast að því hvað sé um að vera. Útvarprsmaðurinn Calabrese segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem eru að skoða flutning til Cape Breton af fullri alvöru.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18
Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent