Romney mun láta orðin falla í ræðu sinni á fundi í Utah-ríki síðar í dag. CNN greinir frá innihaldi ræðunnar eftir að hafa komist yfir talpunktana.
Romney var frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum 2012, en Trump leiðir sem stendur í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi flokksins.
Romney mun í ræðu sinni hvetja Bandaríkjamenn til að „taka réttar ákvarðanir“ og styðja ekki við bakið á hinum umdeilda Trump.
Kappræður Repúblikana fara fram í kvöld þar sem þeir Trump, Ted Cruz, Marco Rubio og John Kasich munu mætast. Ben Carson verður ekki á meðal þátttakenda.
Romney segir að einu alvöru tillögur frambjóðenda um stefnubreytingar hafi komið frá öðrum frambjóðendum en Trump. Talið er að Romney muni segja að tillögur Trump gætu leitt til efnahagskreppu í landinu og utanríkisstefna hans myndi ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Þá segir hann Trump hvorki hafa rétta skapgerð né dómgreind til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.
Looks like two-time failed candidate Mitt Romney is going to be telling Republicans how to get elected. Not a good messenger!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2016
Failed candidate Mitt Romney,who ran one of the worst races in presidential history,is working with the establishment to bury a big "R" win!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2016
I am the only one who can beat Hillary Clinton. I am not a Mitt Romney, who doesn't know how to win. Hillary wants no part of "Trump"
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2016
Why did Mitt Romney BEG me for my endorsement four years ago?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2016