Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2016 07:53 Donald Trump og Ted Cruz í kappræðunum í nótt. vísir/getty Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. Gagnrýndu þeir Rubio og Cruz Trump meðal annars fyrir stefnu hans í innflytjendamálum, viðskiptaævintýri hans sem og skapgerð hans. Í umfjöllun um kappræðurnar á vef Guardian er þeim líkt við rifrildi á skólalóð. Lítið hafi verið um innihaldsríkar pólitískar rökræður heldur meira um persónulegar árásir frambjóðendanna sem berjast nú um að hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar sem fram fara í nóvember.„Litli Marco“ og „Lygarinn Ted“ Eftir forkosningarnar á Ofurþriðjudaginn svokallaða nú í vikunni má segja að Trump hafi tekið afgerandi forystu, valdamönnum repúblikana til mikils ama sem telja það einfaldlega gefið að flokkurinn tapi í forsetakosningunum ef Trump verður þeirra frambjóðandi.Skotin gengu manna á milli í gærkvöldi þar sem Trump uppnefndi andstæðinga sína „Litla Marco“ og „Lygarann Ted.“ Cruz svaraði fyrir sig og sagði að Trump væri eins lítið barn sem vildi ekki gera annað en að rífast. Hann manaði hann svo til að reyna að telja upp að tíu: „Teldu upp að 10, Donald. Teldu upp að tíu.“Munu styðja Trump Þá var einnig rætt um stærð kynfæra Trump, reyndar að frumkvæði hans sjálfs, þar sem hann svaraði fyrir athugasemd sem Rubio gerði við stærð handa Trump á kosningaviðburði í Flórída á dögunum. Sagði Rubio að Trump væri með litlar hendur og vildi sá síðarnefndi meina að með athugasemd sinni væri Rubio að vísa í aðra líkamsparta Trump. „En ég fullvissa ykkur um að það er ekkert vandamál þar,“ sagði Trump. En þrátt fyrir uppnefnin og persónulegu árásirnar þá hétu allir frambjóðendur því að styðja við bakið á hverjum þeim sem á endanum hlýtur útnefningu Repúblikanaflokksins. Þannig munu þeir Cruz og Rubio styðja Trump ef til þess kemur að hann verði forsetaefni repúblikana, en auk þeirra þriggja er John Kasich, ríkisstjóri Ohio, enn með í keppninni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. Gagnrýndu þeir Rubio og Cruz Trump meðal annars fyrir stefnu hans í innflytjendamálum, viðskiptaævintýri hans sem og skapgerð hans. Í umfjöllun um kappræðurnar á vef Guardian er þeim líkt við rifrildi á skólalóð. Lítið hafi verið um innihaldsríkar pólitískar rökræður heldur meira um persónulegar árásir frambjóðendanna sem berjast nú um að hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar sem fram fara í nóvember.„Litli Marco“ og „Lygarinn Ted“ Eftir forkosningarnar á Ofurþriðjudaginn svokallaða nú í vikunni má segja að Trump hafi tekið afgerandi forystu, valdamönnum repúblikana til mikils ama sem telja það einfaldlega gefið að flokkurinn tapi í forsetakosningunum ef Trump verður þeirra frambjóðandi.Skotin gengu manna á milli í gærkvöldi þar sem Trump uppnefndi andstæðinga sína „Litla Marco“ og „Lygarann Ted.“ Cruz svaraði fyrir sig og sagði að Trump væri eins lítið barn sem vildi ekki gera annað en að rífast. Hann manaði hann svo til að reyna að telja upp að tíu: „Teldu upp að 10, Donald. Teldu upp að tíu.“Munu styðja Trump Þá var einnig rætt um stærð kynfæra Trump, reyndar að frumkvæði hans sjálfs, þar sem hann svaraði fyrir athugasemd sem Rubio gerði við stærð handa Trump á kosningaviðburði í Flórída á dögunum. Sagði Rubio að Trump væri með litlar hendur og vildi sá síðarnefndi meina að með athugasemd sinni væri Rubio að vísa í aðra líkamsparta Trump. „En ég fullvissa ykkur um að það er ekkert vandamál þar,“ sagði Trump. En þrátt fyrir uppnefnin og persónulegu árásirnar þá hétu allir frambjóðendur því að styðja við bakið á hverjum þeim sem á endanum hlýtur útnefningu Repúblikanaflokksins. Þannig munu þeir Cruz og Rubio styðja Trump ef til þess kemur að hann verði forsetaefni repúblikana, en auk þeirra þriggja er John Kasich, ríkisstjóri Ohio, enn með í keppninni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00
Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03
Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00