Forval flokkanna tveggja fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum heldur áfram í dag. Einn frambjóðandi repúblikana dró framboð sitt til baka í gær.
Forval fer fram í þremur ríkjum hjá báðum flokkum í dag, í Kansas og Louisiana. Auk þess kjósa Repúblikanar í Maine og Kentucky og Demókratar í Nebraska.
155 kjörmenn skiptast á milli frambjóðenda í kosningum dagsins. Donald Trump vantar 908 kjörmenn til að ná 1237 manna lágmarkinu, sem myndi tryggja honum útnefningu flokksins.
Læknirinn og repúblikaninn Ben Carson dró í gær til baka framboð sitt í forkosningum. Það kom eflaust fáum á óvart því hann tók ekki þátt í kappræðum repúblikana í Detroit í vikunni. Auk þess náðu hann einungis átta kjörmönnum á hinum svokallaða ofur-þriðjudegi og endaði í síðasta eða næst síðasta sæti í öllum ríkjum.
Í röðum demókrata hefur Hillary Clinton enn forystu og ræðir sífelt meira um mögulegan mótframbjóðanda sinn, Donald Trump, í stað þess að beina spjótum sínum að Bernie Sanders.
Hún þykir eiga stuðning meirihluta í Louisiana vísan í dag, en mjórra gæti orðið á munum í hinum ríkjunum. Baráttan í dag stendur um 109 kjörmenn en Clinton vantar 1137 til að tryggja sér útnefningu flokksins.
