Repúblikana skortir góðan leiðtoga Birta Björnsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:30 Repúblikanar eru illa staddir hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. vísir/getty Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.” Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.”
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06
Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent