Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2016 22:30 Brady og Manning eftir síðasta einvígi þeirra í janúar síðastliðnum. vísir/getty Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. Manning tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril. Hann verður fertugur eftir nokkra daga en hnn 38 ára Brady ætlar að spila nokkur ár í viðbót. „Það er alveg ömurlegt að fá ekki að spila aftur á móti honum,“ sagði Brady sem talar afar vel um Peyton. „Ég hef horft á hvern einasta leik sem hann hefur spilað. Ég er með möppur á tölvunni minni um hann og hvernig hann spilar. Það myndi taka mig mörg ár að horfa á þetta allt aftur.“ Brady hafði betur í 11 leikjum af 17 gegn Peyton en laut í lægra haldi í ár og Peyton fór svo alla leið með sitt lið. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað í Denver og hann endaði ferilinn á hinn fullkomna hátt. Það er samt allt sem hann hefur afrekað á ferlinum sem er svo aðdáunarvert. Hann hefur verið undir pressu allt sitt líf. „Hann var stjarnan í menntaskóla, aðalmaðurinn í háskólanum og svo valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann hefur staðið undir væntingum ár eftir ár. Hver hefur gert það eins vel og Peyton? Hann hefur líka gert það af reisn. Hann setti markið fyrir okkur hina um hvernig eigi að spila leikstjórnandastöðuna,“ sagði Brady en hann segist hafa lært af Manning hversu mikilvægt það sé að leggja mikið á sig. „Ég áttaði mig á því hvaða vinnu þarf til svo maður verði frábær. Ég horfði á hann gera það. Þetta er engin níu til fimm vinna heldur skulbindur maður sig fyrir lífstíð. Fótbolti er íþrótt, list og trú. Peyton fullkomnaði fótboltann.“ NFL Tengdar fréttir Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Sjá meira
Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. Manning tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril. Hann verður fertugur eftir nokkra daga en hnn 38 ára Brady ætlar að spila nokkur ár í viðbót. „Það er alveg ömurlegt að fá ekki að spila aftur á móti honum,“ sagði Brady sem talar afar vel um Peyton. „Ég hef horft á hvern einasta leik sem hann hefur spilað. Ég er með möppur á tölvunni minni um hann og hvernig hann spilar. Það myndi taka mig mörg ár að horfa á þetta allt aftur.“ Brady hafði betur í 11 leikjum af 17 gegn Peyton en laut í lægra haldi í ár og Peyton fór svo alla leið með sitt lið. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað í Denver og hann endaði ferilinn á hinn fullkomna hátt. Það er samt allt sem hann hefur afrekað á ferlinum sem er svo aðdáunarvert. Hann hefur verið undir pressu allt sitt líf. „Hann var stjarnan í menntaskóla, aðalmaðurinn í háskólanum og svo valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann hefur staðið undir væntingum ár eftir ár. Hver hefur gert það eins vel og Peyton? Hann hefur líka gert það af reisn. Hann setti markið fyrir okkur hina um hvernig eigi að spila leikstjórnandastöðuna,“ sagði Brady en hann segist hafa lært af Manning hversu mikilvægt það sé að leggja mikið á sig. „Ég áttaði mig á því hvaða vinnu þarf til svo maður verði frábær. Ég horfði á hann gera það. Þetta er engin níu til fimm vinna heldur skulbindur maður sig fyrir lífstíð. Fótbolti er íþrótt, list og trú. Peyton fullkomnaði fótboltann.“
NFL Tengdar fréttir Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Sjá meira
Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43
Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45