Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2016 22:30 Brady og Manning eftir síðasta einvígi þeirra í janúar síðastliðnum. vísir/getty Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. Manning tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril. Hann verður fertugur eftir nokkra daga en hnn 38 ára Brady ætlar að spila nokkur ár í viðbót. „Það er alveg ömurlegt að fá ekki að spila aftur á móti honum,“ sagði Brady sem talar afar vel um Peyton. „Ég hef horft á hvern einasta leik sem hann hefur spilað. Ég er með möppur á tölvunni minni um hann og hvernig hann spilar. Það myndi taka mig mörg ár að horfa á þetta allt aftur.“ Brady hafði betur í 11 leikjum af 17 gegn Peyton en laut í lægra haldi í ár og Peyton fór svo alla leið með sitt lið. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað í Denver og hann endaði ferilinn á hinn fullkomna hátt. Það er samt allt sem hann hefur afrekað á ferlinum sem er svo aðdáunarvert. Hann hefur verið undir pressu allt sitt líf. „Hann var stjarnan í menntaskóla, aðalmaðurinn í háskólanum og svo valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann hefur staðið undir væntingum ár eftir ár. Hver hefur gert það eins vel og Peyton? Hann hefur líka gert það af reisn. Hann setti markið fyrir okkur hina um hvernig eigi að spila leikstjórnandastöðuna,“ sagði Brady en hann segist hafa lært af Manning hversu mikilvægt það sé að leggja mikið á sig. „Ég áttaði mig á því hvaða vinnu þarf til svo maður verði frábær. Ég horfði á hann gera það. Þetta er engin níu til fimm vinna heldur skulbindur maður sig fyrir lífstíð. Fótbolti er íþrótt, list og trú. Peyton fullkomnaði fótboltann.“ NFL Tengdar fréttir Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. Manning tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 18 ára feril. Hann verður fertugur eftir nokkra daga en hnn 38 ára Brady ætlar að spila nokkur ár í viðbót. „Það er alveg ömurlegt að fá ekki að spila aftur á móti honum,“ sagði Brady sem talar afar vel um Peyton. „Ég hef horft á hvern einasta leik sem hann hefur spilað. Ég er með möppur á tölvunni minni um hann og hvernig hann spilar. Það myndi taka mig mörg ár að horfa á þetta allt aftur.“ Brady hafði betur í 11 leikjum af 17 gegn Peyton en laut í lægra haldi í ár og Peyton fór svo alla leið með sitt lið. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað í Denver og hann endaði ferilinn á hinn fullkomna hátt. Það er samt allt sem hann hefur afrekað á ferlinum sem er svo aðdáunarvert. Hann hefur verið undir pressu allt sitt líf. „Hann var stjarnan í menntaskóla, aðalmaðurinn í háskólanum og svo valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann hefur staðið undir væntingum ár eftir ár. Hver hefur gert það eins vel og Peyton? Hann hefur líka gert það af reisn. Hann setti markið fyrir okkur hina um hvernig eigi að spila leikstjórnandastöðuna,“ sagði Brady en hann segist hafa lært af Manning hversu mikilvægt það sé að leggja mikið á sig. „Ég áttaði mig á því hvaða vinnu þarf til svo maður verði frábær. Ég horfði á hann gera það. Þetta er engin níu til fimm vinna heldur skulbindur maður sig fyrir lífstíð. Fótbolti er íþrótt, list og trú. Peyton fullkomnaði fótboltann.“
NFL Tengdar fréttir Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Ríður inn í sólsetrið sem meistari Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. 7. mars 2016 18:43
Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45