Viðskipti erlent

Mesti samdráttur í útflutningi í sjö ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá Xian.
Frá Xian. Vísir/AFP
Úflutningur í Kína dróst saman um 25,4 prósent milli ára í febrúar sem er mesta lækkun í sjö ár.

BBC greinir frá því að á sama tíma dróst innflutningur saman um 13,8 prósent. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að greint var frá hægasta hagvexti í nærri tuttugu og fimm ár í Kína.

Sérfræðingar hafa nú miklar áhyggjur af hagvexti í landinu og verið er að reyna að ýta undir aukna neyslu innanlands.

Útflutningur dróst saman og nam 88,6 milljörðum punda,16.000 milljörðum íslenskum króna, í febrúar sem var 25,4 prósent samdráttur, í stað fimmtán prósent samdráttar sem spáð var. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×