
Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC

Írinn er nú í áttunda sæti listans en enginn fellur um eins mörg sæti á listanum og hann. Luke Rockhold, meistari í millivigt, fer upp um tvö sæti og í þriðja sætið. Jon Jones er enn á toppnum og Demetrious Johnson er í öðru sæti.
Miesha Tate er í fyrsta skipti á pund fyrir pund listanum. Hún kemur inn í 15. sætið eftir sigurinn á Holly Holm.
Nate Diaz fer ekki upp nein sæti á listanum þar sem hann er léttvigtarmaður og þeir börðust í veltivigt.
Í veltivigtinni er aðeins ein breyting. Næsti andstæðingur Gunnars Nelson, Albert Tumenov, er kominn upp í 14. sæti listans en Gunnar er enn utan listans. Thiago Alves er í fimmtánda sætinu.
Tengdar fréttir

Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari
John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig.

Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði
Þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum segir að Conor McGregor hafi gefist of fljótt upp.

Svona vann Diaz Conor | Sjáðu bardagann í heild sinni
Sigurganga Conors McGregor í UFC er á enda.

Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz
Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi.

Conor ætlar að þagga niður í Aldo: „Meistarar fagna ekki sigri annars manns“
Conor McGregor íhugar að fara aftur niður í fjaðurvigtina og rota Jose Aldo aftur eftir að Brasilíumaðurinn fagnaði sigri Nate Diaz.

Skýr skilaboð frá Conor McGregor á Instagram í kvöld: Enginn feluleikur framundan
Conor McGregor notaði Instagram-síðu sína til að tjá sig um fjaðrafokið sem hefur verið í kringum hann á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir að fimmtán bardaga sigurganga hans endaði í Las Vegas í nótt.