Diaz hrósar Conor: Mér finnst hann frábær Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2016 12:30 Nate Diaz fór illa með Conor McGregor. vísir/getty Nate Diaz gerði sér lítið fyrir og þaggaði niður í Íslandsvininum Conor McGregor um síðustu helgi, en Bandaríkjamaðurinn hengdi Írann í UFC-bardaga þeirra. Eins og alltaf reif Conor mikinn kjaft í aðdraganda bardagans og Diaz reyndi að halda í við írska vélbyssukjaftinn, oftast án árangurs. Þrátt fyrir allt sem var sagt er Diaz mjög ánægður með það sem Conor er að gera fyrir UFC en hann er orðinn skærasta stjarna bardagaheimsins og fékk fyrstur manna eina milljón dollara fyrir að berjast um síðustu helgi. „Mér finnst hann frábær,“ segir Diaz í viðtali við Fox Sports. „Fullt af því sem hann segir hef ég sagt áður eða mér hefur dottið í hug að segja. Það gerir mig reiðan en hann kom þessu á framfæri og er að standa sig vel. Sem bardagaáhugamaður er þetta sem ég vill sjá. Hann kemur inn með flotta hluti og tólk tekur eftir þessu,“ segir Diaz. Bandaríkjamaðurinn er ekki bara ánægður með Conor utan búrsins heldur einnig bardagastíl Írans. „Nú til dags eru allir glímumenn eða í crossfit. Það er ekkert gaman og alls er ekkert töff. Þegar það róast koma mennirnir úr blönduðu bardagalistunum og afgreiða þetta fólk. Ég fíla það sem Conor er að gera,“ segir Diaz. Conor fór upp um tvo þyngdarflokka í veltivigt til að berjast við Diaz sem sjálfur fór upp um einn þyngdarflokk. Það gekk öllu betur hjá Diaz. „Þetta eru blandaðar bardagalistir. Menn eiga að vera klárir í að mæta öllum hvenær sem er. Ég hef sjálfur reynt að fara upp um flokk því ég berst við hvern sem er,“ segir hann. „Conor mun standa sig frábærlega en bara ekki á móti mér. Ég fór líka upp um þyngdarflokk og mér leið vel. Honum á eftir að líða vel líka,“ segir Nate Diaz. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of...Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of Conor McGregor's Opponents #Respect #UFC196Posted by The Fighting Irish - UFC on Tuesday, March 8, 2016 MMA Tengdar fréttir Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00 Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði Þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum segir að Conor McGregor hafi gefist of fljótt upp. 7. mars 2016 07:45 Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi. 7. mars 2016 23:15 Conor ætlar að þagga niður í Aldo: „Meistarar fagna ekki sigri annars manns“ Conor McGregor íhugar að fara aftur niður í fjaðurvigtina og rota Jose Aldo aftur eftir að Brasilíumaðurinn fagnaði sigri Nate Diaz. 7. mars 2016 12:30 Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi. 8. mars 2016 23:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira
Nate Diaz gerði sér lítið fyrir og þaggaði niður í Íslandsvininum Conor McGregor um síðustu helgi, en Bandaríkjamaðurinn hengdi Írann í UFC-bardaga þeirra. Eins og alltaf reif Conor mikinn kjaft í aðdraganda bardagans og Diaz reyndi að halda í við írska vélbyssukjaftinn, oftast án árangurs. Þrátt fyrir allt sem var sagt er Diaz mjög ánægður með það sem Conor er að gera fyrir UFC en hann er orðinn skærasta stjarna bardagaheimsins og fékk fyrstur manna eina milljón dollara fyrir að berjast um síðustu helgi. „Mér finnst hann frábær,“ segir Diaz í viðtali við Fox Sports. „Fullt af því sem hann segir hef ég sagt áður eða mér hefur dottið í hug að segja. Það gerir mig reiðan en hann kom þessu á framfæri og er að standa sig vel. Sem bardagaáhugamaður er þetta sem ég vill sjá. Hann kemur inn með flotta hluti og tólk tekur eftir þessu,“ segir Diaz. Bandaríkjamaðurinn er ekki bara ánægður með Conor utan búrsins heldur einnig bardagastíl Írans. „Nú til dags eru allir glímumenn eða í crossfit. Það er ekkert gaman og alls er ekkert töff. Þegar það róast koma mennirnir úr blönduðu bardagalistunum og afgreiða þetta fólk. Ég fíla það sem Conor er að gera,“ segir Diaz. Conor fór upp um tvo þyngdarflokka í veltivigt til að berjast við Diaz sem sjálfur fór upp um einn þyngdarflokk. Það gekk öllu betur hjá Diaz. „Þetta eru blandaðar bardagalistir. Menn eiga að vera klárir í að mæta öllum hvenær sem er. Ég hef sjálfur reynt að fara upp um flokk því ég berst við hvern sem er,“ segir hann. „Conor mun standa sig frábærlega en bara ekki á móti mér. Ég fór líka upp um þyngdarflokk og mér leið vel. Honum á eftir að líða vel líka,“ segir Nate Diaz. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of...Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of Conor McGregor's Opponents #Respect #UFC196Posted by The Fighting Irish - UFC on Tuesday, March 8, 2016
MMA Tengdar fréttir Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00 Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði Þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum segir að Conor McGregor hafi gefist of fljótt upp. 7. mars 2016 07:45 Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi. 7. mars 2016 23:15 Conor ætlar að þagga niður í Aldo: „Meistarar fagna ekki sigri annars manns“ Conor McGregor íhugar að fara aftur niður í fjaðurvigtina og rota Jose Aldo aftur eftir að Brasilíumaðurinn fagnaði sigri Nate Diaz. 7. mars 2016 12:30 Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi. 8. mars 2016 23:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira
Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00
Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði Þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum segir að Conor McGregor hafi gefist of fljótt upp. 7. mars 2016 07:45
Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi. 7. mars 2016 23:15
Conor ætlar að þagga niður í Aldo: „Meistarar fagna ekki sigri annars manns“ Conor McGregor íhugar að fara aftur niður í fjaðurvigtina og rota Jose Aldo aftur eftir að Brasilíumaðurinn fagnaði sigri Nate Diaz. 7. mars 2016 12:30
Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi. 8. mars 2016 23:15