Bítla-Gandálfur er fallinn Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. mars 2016 14:00 Það var meðal annars George Martin sem benti Bítlunum á það að skipta Pete Best trommara út fyrir Ringo Starr. Í ævintýrunum eiga söguhetjurnar yfirleitt eitt sérlega göfugt og kærleiksríkt gamalmenni að. Einhvern sem pússar barnaskapinn og ofsann hjá hetjunni og undirbýr hana fyrir þær ótrúlegu raunir sem bíða; hvort sem það er að ferðast í hjarta Mordor til þess að losa heiminn við ógnarafl Hringsins eina eða hvernig sé best að sveifla geislasverði gegn bitrum vélvæddum föður sínum. Í ævintýrinu um Bítlana var George Martin Gandálfur eða Yoda. Martin tók við ærslafullum Liverpool drengjum sem höfðu þá eytt góðum tíma í að skemmta sveittari hluta Hamborgar í Þýskalandi og slípaði tónlist þeirra að eyrum almennings. Nú er hann allur en hann náði 90 ára aldri. Það var Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna, sem tilkynnti um andlát hans á Twitter í gær.Thank you for all your love and kindness George peace and love xx pic.twitter.com/um2hRFB7qF— #RingoStarr (@ringostarrmusic) March 9, 2016 Fimmti Bítillinn Martin hóf að starfa með Bítlunum sem upptökustjóri árið 1962 og hélt þeirri stöðu til ársins 1969. Hann var ekki með á síðustu plötu Bítlanna, Let it be, en þar stjórnaði Phil Spector upptökum. Martin starfaði einnig með öðrum sveitum en er best þekktur fyrir það mark sem hann setti á tónlist Bítlanna. Traust sveitarinnar til hans var slíkt að hann sá oft um að útsetja aukahljóðfæri (eins og hann gerði í Yesterday, Penny Lane og Eleanore Rigby), klippa saman lagabúta (Strawberry Fields var upphaflega tvö lög sem Martin splæsti saman) og leiðbeina liðsmönnum um hvenær best væri að spila á hljóðfæri sín og hvenær ekki.George Martin var þekktur fyrir yfirvegaða skapgerð sína og lúmskan húmor.Visir/EPAÍ hljóðverinu hafði Martin jafnmikið vægi og Paul, John, George og Ringo um lokaútkomuna. Þar af leiðandi hefur hann oft verið kallaður „fimmti Bítillinn“. Samstarf George Martin og Paul McCartney hélt áfram eftir að Bítlarnir hættu en hann útsetti meðal annars James Bond lagið „Live and let die“ sem Wings flutti. Af einhverjum ástæðum var hann ekki með árið 1995 þegar Paul, George og Ringo hljóðrituðu lögin Free as a bird og Real Love. Martin átti samt eftir að vinna meira með tónlist Bítlanna því árið 2006 bjó hann til „nýja“ Bítlaplötu ásamt syni sínum Giles. Sú plata heitir „Love“ en þar taka þeir feðgar gömlu upptökurnar, skella þeim í nýtt deig og baka nýtt brauð úr gömlu hráefni. Þetta var gert fyrir sýningu sem sett var upp í Las Vegas með listahópnum Cirque du Soleil. Af öðrum listamönnum sem Martin vann með á ferli sínum má nefna Gerry & the Pacemakers, Jeff Beck, Neil Sedaka, Ultravox, Kenny Rogers, Elton John og Celine Dion.Hér fyrir neðan má sjá heimildarmynd um Martin sem gerð var árið 1998 þar sem fylgst er með gerð plötunnar In My Life þar sem frægir leikarar og söngvarar syngja Bítlalögin. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í ævintýrunum eiga söguhetjurnar yfirleitt eitt sérlega göfugt og kærleiksríkt gamalmenni að. Einhvern sem pússar barnaskapinn og ofsann hjá hetjunni og undirbýr hana fyrir þær ótrúlegu raunir sem bíða; hvort sem það er að ferðast í hjarta Mordor til þess að losa heiminn við ógnarafl Hringsins eina eða hvernig sé best að sveifla geislasverði gegn bitrum vélvæddum föður sínum. Í ævintýrinu um Bítlana var George Martin Gandálfur eða Yoda. Martin tók við ærslafullum Liverpool drengjum sem höfðu þá eytt góðum tíma í að skemmta sveittari hluta Hamborgar í Þýskalandi og slípaði tónlist þeirra að eyrum almennings. Nú er hann allur en hann náði 90 ára aldri. Það var Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna, sem tilkynnti um andlát hans á Twitter í gær.Thank you for all your love and kindness George peace and love xx pic.twitter.com/um2hRFB7qF— #RingoStarr (@ringostarrmusic) March 9, 2016 Fimmti Bítillinn Martin hóf að starfa með Bítlunum sem upptökustjóri árið 1962 og hélt þeirri stöðu til ársins 1969. Hann var ekki með á síðustu plötu Bítlanna, Let it be, en þar stjórnaði Phil Spector upptökum. Martin starfaði einnig með öðrum sveitum en er best þekktur fyrir það mark sem hann setti á tónlist Bítlanna. Traust sveitarinnar til hans var slíkt að hann sá oft um að útsetja aukahljóðfæri (eins og hann gerði í Yesterday, Penny Lane og Eleanore Rigby), klippa saman lagabúta (Strawberry Fields var upphaflega tvö lög sem Martin splæsti saman) og leiðbeina liðsmönnum um hvenær best væri að spila á hljóðfæri sín og hvenær ekki.George Martin var þekktur fyrir yfirvegaða skapgerð sína og lúmskan húmor.Visir/EPAÍ hljóðverinu hafði Martin jafnmikið vægi og Paul, John, George og Ringo um lokaútkomuna. Þar af leiðandi hefur hann oft verið kallaður „fimmti Bítillinn“. Samstarf George Martin og Paul McCartney hélt áfram eftir að Bítlarnir hættu en hann útsetti meðal annars James Bond lagið „Live and let die“ sem Wings flutti. Af einhverjum ástæðum var hann ekki með árið 1995 þegar Paul, George og Ringo hljóðrituðu lögin Free as a bird og Real Love. Martin átti samt eftir að vinna meira með tónlist Bítlanna því árið 2006 bjó hann til „nýja“ Bítlaplötu ásamt syni sínum Giles. Sú plata heitir „Love“ en þar taka þeir feðgar gömlu upptökurnar, skella þeim í nýtt deig og baka nýtt brauð úr gömlu hráefni. Þetta var gert fyrir sýningu sem sett var upp í Las Vegas með listahópnum Cirque du Soleil. Af öðrum listamönnum sem Martin vann með á ferli sínum má nefna Gerry & the Pacemakers, Jeff Beck, Neil Sedaka, Ultravox, Kenny Rogers, Elton John og Celine Dion.Hér fyrir neðan má sjá heimildarmynd um Martin sem gerð var árið 1998 þar sem fylgst er með gerð plötunnar In My Life þar sem frægir leikarar og söngvarar syngja Bítlalögin.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp