Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 19:20 Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37