Á yfir 50.000 vínylplötur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 10:00 Mynd/RyanHursh Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld. Sónar Tónlist Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld.
Sónar Tónlist Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”