Lífið

Hvert þessara laga verður framlag Íslands í Eurovision?

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sex lög keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.
Sex lög keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.
Það mun ráðast í kvöld hver fer fyrir Íslands hönd til Stokkhólms í vor til að taka þátt í Eurovision en úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer í kvöld.

Greta Salóme er fyrsti keppandinn sem stígur á svið í lokakeppninni en Alda Dís, sem syngur lagið Now, lokar svo kvöldinu. Samkvæmt veðbönkum eru þær taldar sigurstranglegastar.

Sex lög verða flutt í kvöld en sigurlagið verður framlag Íslands í Eurovision í Stokkhólmi í vor. Samkvæmt upplýsingum á vef RÚV verður þetta röð laganna:

Hear them calling – Greta Salóme Stefánsdóttir I promised you then – Hjörtur Hjartarson og Erna Hrönn Ólafsdóttir Eye of the storm – Karlotta Sigurðardóttir Ready to break free – Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson Á ný – Elísabet Ormslev Now – Alda Dís





Fleiri fréttir

Sjá meira


×