Sport

Hafdís eftir 40. gullverðlaunin: "Náði að redda mér í síðasta stökkinu"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir vann sín 40. gullverðlaun í gær á Íslandsmeistaramóti innanhús í frjálsum íþróttum, en keppt var til úrslita í tólf greinum. Vísir fylgdist vel með og má finna fréttir frá mótinu hér og hér.

„Þetta kom kannski pínu á óvart með 60 metra hlaupið. Ég var að bæta mig þar og ég var mjög ánægð með það. Ég kom svo ansi þreytt inn í langstökkið og það fór ekki alveg jafn vel, en ég náði að redda mér í síðasta stökkinu,” sagði Hafdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Ég er búinn að vera að hlaupa vel og það er mjög gott að stimpla þetta inn núna. Ég á meira inni, en þetta er eins og þetta átti að vera,” sagði Ari Bragi Kárason sigurvegarinn í 60 metra hlaupi karla sem var afar spennandi.

„Þetta er allt að koma. Ég er að ná mér upp eftir jólin og það var tíu tíma keyrsla í gær og maður er pínu stirður,” sagði Bjartmar Örnuson sem kom fyrstur í mark í 1500 metra hlaupi karla.

Alla þessa glæsilegu frétt Arnars frá meistaramótinu má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í greininni, en þar má meðal annars finna fleiri viðtöl og myndefni frá myndatökumanni Stöðvar 2 á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×