Jeb Bush dregur sig í hlé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 08:45 Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23