Stærir sig af að hafa beygt Evrópusambandið Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. febrúar 2016 07:00 David Cameron gerði óspart grín að Boris Johnson, borgarstjóra í London, fyrir að vilja hafna aðild í von um að ná fram enn betri samningum. Nordicphotos/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evrópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bretland hafi skýra sérstöðu innan Evrópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til frambúðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel-stjórnarinnar yfir málefnum Bretlands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusambandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðarferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skilnaðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekkert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomulag, þannig að sum ríki Evrópusambandsins geti tekið þátt í öllu sem tilheyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusamstarfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi. ESB-málið Tengdar fréttir Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evrópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bretland hafi skýra sérstöðu innan Evrópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til frambúðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel-stjórnarinnar yfir málefnum Bretlands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusambandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðarferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skilnaðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekkert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomulag, þannig að sum ríki Evrópusambandsins geti tekið þátt í öllu sem tilheyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusamstarfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi.
ESB-málið Tengdar fréttir Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39