Stærir sig af að hafa beygt Evrópusambandið Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. febrúar 2016 07:00 David Cameron gerði óspart grín að Boris Johnson, borgarstjóra í London, fyrir að vilja hafna aðild í von um að ná fram enn betri samningum. Nordicphotos/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evrópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bretland hafi skýra sérstöðu innan Evrópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til frambúðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel-stjórnarinnar yfir málefnum Bretlands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusambandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðarferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skilnaðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekkert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomulag, þannig að sum ríki Evrópusambandsins geti tekið þátt í öllu sem tilheyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusamstarfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi. ESB-málið Tengdar fréttir Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evrópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bretland hafi skýra sérstöðu innan Evrópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til frambúðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel-stjórnarinnar yfir málefnum Bretlands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusambandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðarferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skilnaðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekkert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomulag, þannig að sum ríki Evrópusambandsins geti tekið þátt í öllu sem tilheyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusamstarfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi.
ESB-málið Tengdar fréttir Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39