Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 06:00 Hin 208 cm Bernadett Határ á æfingu ungverska landsliðsins í gær. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira