Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 06:00 Hin 208 cm Bernadett Határ á æfingu ungverska landsliðsins í gær. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira