Allra þjóða kattardýr Hildur Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Á vafri mínu um veraldarvefinn rak ég augun í myndband. Fjölmargir fjölyrtu um hrífandi innihaldið og forvitninni varð ég að svala. Myndbandið var myndræn frásögn karlmanns af hreyfingarlausu kattardýri. Aðframkomið af kulda barðist það fyrir lífi sínu. Kærleiksríkur karlinn færði kattardýrið inn á heimili sitt. Hann lagði það í baðkar fjölskyldunnar, gaf því af mjólkurbirgðum barna sinna og reifaði það teppi konu sinnar. Nokkru síðar náði kattardýrið aftur lífsmarki. Myndbandið vakti undrun mína. Mér þótti háttalag karlsins furðulegt og náði illa að samsama mig aðstæðum. Mér er meinilla við kattardýr – þau myndi ég aldrei kalla kisur og helst vildi ég þau óluð í fylgd eigenda sinna. Ef aðframkomið kattardýr ræki á mínar fjörur myndi ég eflaust verða fyrir andlegri veðurteppu. Ég myndi hringja á meindýravarnir og sækja mér akút áfallahjálp. Hvernig gæti ég vitað með vissu að kattardýrið væri ekki árásargjarnt og baneitraðar flær þess myndu ekki vinna börnum mínum mein? Ég er sem betur fer skynsöm í meðallagi og veit að viðhorf mitt til kattardýra byggir á algeru reynsluleysi af dýrategundinni. Þannig er víst mannlegt eðli – við óttumst hið óþekkta. Það réttlætir þó ekki aðgerðaleysið og friðar ekki samviskuna. Kattardýrið gæti allt eins verið bjargarlaust útlent ungmenni á flótta undan stríðsátökum. Viðbrögð mín gætu allt eins verið viðbrögð lítillar þjóðar sem þekkir fátt annað en sjálfa sig. Fátt vinnur heiminum meiri skaða en fordómar og þröngsýni. Hinir yfirlýsingaglöðu mættu staldra aðeins við og horfast í augu við eigið reynsluleysi. Með opnum augum mætti sjá að kattardýr eru auðvitað bara kisur – og allra þjóða menn eru auðvitað bara fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun
Á vafri mínu um veraldarvefinn rak ég augun í myndband. Fjölmargir fjölyrtu um hrífandi innihaldið og forvitninni varð ég að svala. Myndbandið var myndræn frásögn karlmanns af hreyfingarlausu kattardýri. Aðframkomið af kulda barðist það fyrir lífi sínu. Kærleiksríkur karlinn færði kattardýrið inn á heimili sitt. Hann lagði það í baðkar fjölskyldunnar, gaf því af mjólkurbirgðum barna sinna og reifaði það teppi konu sinnar. Nokkru síðar náði kattardýrið aftur lífsmarki. Myndbandið vakti undrun mína. Mér þótti háttalag karlsins furðulegt og náði illa að samsama mig aðstæðum. Mér er meinilla við kattardýr – þau myndi ég aldrei kalla kisur og helst vildi ég þau óluð í fylgd eigenda sinna. Ef aðframkomið kattardýr ræki á mínar fjörur myndi ég eflaust verða fyrir andlegri veðurteppu. Ég myndi hringja á meindýravarnir og sækja mér akút áfallahjálp. Hvernig gæti ég vitað með vissu að kattardýrið væri ekki árásargjarnt og baneitraðar flær þess myndu ekki vinna börnum mínum mein? Ég er sem betur fer skynsöm í meðallagi og veit að viðhorf mitt til kattardýra byggir á algeru reynsluleysi af dýrategundinni. Þannig er víst mannlegt eðli – við óttumst hið óþekkta. Það réttlætir þó ekki aðgerðaleysið og friðar ekki samviskuna. Kattardýrið gæti allt eins verið bjargarlaust útlent ungmenni á flótta undan stríðsátökum. Viðbrögð mín gætu allt eins verið viðbrögð lítillar þjóðar sem þekkir fátt annað en sjálfa sig. Fátt vinnur heiminum meiri skaða en fordómar og þröngsýni. Hinir yfirlýsingaglöðu mættu staldra aðeins við og horfast í augu við eigið reynsluleysi. Með opnum augum mætti sjá að kattardýr eru auðvitað bara kisur – og allra þjóða menn eru auðvitað bara fólk.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun