Tekst goðsögninni að endurheimta mannorð sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 09:00 Vísir/Getty Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett MMA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira
Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett
MMA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Sjá meira