Körfubolti

Sjáðu ótrúlega sigurkörfu Curry af tíu metra færi í framlengingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun tryggði Steph Curry NBA-meisturunum í Golden State sigur á Oklahoama City á framlengingu á magnaðan hátt, 121-118.

Sjá einnig: Curry jafnaði met og bætti annað í mögnuðum sigri

Curry skoraði sigurkörfunni af tæplega tíu metra færi þegar 0,6 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Með körfunni jafnaði hann einnig met þar sem þetta var hans tólfta þriggja stiga karfa í leiknum.

Curry bætti annað met í leiknum því enginn hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur yfir heilt tímabil en hann er nú kominn með 288 slíkar. Gamla metið átti hann sjálfur en þess ber að geta að enn eru 24 leikir eftir af tímabilinu.

Þessi magnaði leikmaður sagði eftir leik að hann hefði ekki hugmynd um hversu langt hann væri frá körfunni þegar hann skoraði sigurkörfuna.

„Í hreinskilni sagt þá vissi ég ekki nákvæmlega hvar ég var og það er ekki eins og að ég sé að hugsa meðvitað um það hversu langt ég er frá körfunni,“ sagði hann eftir leikinn í nótt.

„Maður skynjar það bara. Ég hef tekið svona skot nógu oft. Maður kemur upp völlinn og tímasetur sig þannig að maður vill skjóta áður en vörnin er búin að koma sér fyrir. Það var í raun það eina sem e´g var að hugsa.“

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×