Trump ósáttur við kynþátt dómara Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2016 22:36 Vísir/EPA Forsetaframbjóðandinn Donald Trump stendur nú í málaferlum vegna Tump háskólans svokallaða. Dómarinn í málinu á rætur sínar að rekja til Spánar og telur Trump að honum sé verulega illa við sig vegna ætlana Trump að byggja vegg við landamæri Mexíkó. Fólkið sem höfðaði málið gegn Trump hafði verið lofað kennslu í fasteignaviðskiptum. Þau greiddu hins vegar 36 þúsund dali og fengu fyrir það þriggja daga námskeið. Ofan á það hafði þeim verið lofað að fá myndatöku með milljónamæringnum, en þurftu að sætta sig við að láta taka mynd af sér með pappaspjaldi með mynd af Trump. Stór hluti kennara á námskeiðinu voru fjárfestar sem höfðu orðið gjaldþrota. Málið kom upp í síðustu kappræðum Repúblikana þegar Marco Rubio sagði fólk hafa tekið lán til að komast í „háskóla Trump“ sem væri ekki ekta skóli. „Vitið þið hvað þau fengu? Þau fengu að taka mynd af sér með mynd af Donald Trump,“ sagði Rubio.Ted Cruz greip þá inn í og sagði kjósendum að gera sér grein fyrir því að um svikamál væri að ræða. Ef hann fái tilnefningu Repúblikana gæti hann þurft að fara fyrir rétt í miðri kosningabaráttu og svara spurningum um hvort hann hafi svindlað á fólki.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segir Trump málinu hefði átt að vera vísað frá fyrir löngu síðan. Það hafi hins vegar ekki verið gert þar sem dómarinn sé á móti honum. Farið er fram á 40 milljónir dala en lögmaður þeirra sem höfðuðu málið gegn Trump segir að hann hafi í raun svikið mikla peninga frá um fimm þúsund manns.Trump og fréttamaðurinn ræða Trump University skömmu eftir fjórar mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump stendur nú í málaferlum vegna Tump háskólans svokallaða. Dómarinn í málinu á rætur sínar að rekja til Spánar og telur Trump að honum sé verulega illa við sig vegna ætlana Trump að byggja vegg við landamæri Mexíkó. Fólkið sem höfðaði málið gegn Trump hafði verið lofað kennslu í fasteignaviðskiptum. Þau greiddu hins vegar 36 þúsund dali og fengu fyrir það þriggja daga námskeið. Ofan á það hafði þeim verið lofað að fá myndatöku með milljónamæringnum, en þurftu að sætta sig við að láta taka mynd af sér með pappaspjaldi með mynd af Trump. Stór hluti kennara á námskeiðinu voru fjárfestar sem höfðu orðið gjaldþrota. Málið kom upp í síðustu kappræðum Repúblikana þegar Marco Rubio sagði fólk hafa tekið lán til að komast í „háskóla Trump“ sem væri ekki ekta skóli. „Vitið þið hvað þau fengu? Þau fengu að taka mynd af sér með mynd af Donald Trump,“ sagði Rubio.Ted Cruz greip þá inn í og sagði kjósendum að gera sér grein fyrir því að um svikamál væri að ræða. Ef hann fái tilnefningu Repúblikana gæti hann þurft að fara fyrir rétt í miðri kosningabaráttu og svara spurningum um hvort hann hafi svindlað á fólki.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segir Trump málinu hefði átt að vera vísað frá fyrir löngu síðan. Það hafi hins vegar ekki verið gert þar sem dómarinn sé á móti honum. Farið er fram á 40 milljónir dala en lögmaður þeirra sem höfðuðu málið gegn Trump segir að hann hafi í raun svikið mikla peninga frá um fimm þúsund manns.Trump og fréttamaðurinn ræða Trump University skömmu eftir fjórar mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira