Íris: Ekki hægt að lýsa þessum bikardegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 16:45 Íris Sverrisdóttir ætlar að leiða Grindavík til sigurs á morgun. vísir/ernir Grindavík fær á morgun tækifæri til að verða fyrsta liðið í fjórtán ár sem ver bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki í körfubolta þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik í Laugardalshöll klukkan 14.00. Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann vel mannað lið Keflavíkur í bikarúrslitum í fyrra, en eftir að tapa fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum í sögu félagsins er Grindavík nú búið að vinna tvo í röð (2008 og 2015). „Við erum búnar að vera að slípa okkur saman og finna út hvað við ætlum að gera. Við reynum að undirbúa okkur sem best fyrir þennan leik,“ segir Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í viðtali við Vísis um stóra leikinn á morgun. Grindavík, bæði í karla- og kvennaflokki, er mikið bikarfélag en Íris gefur lítið fyrir einhverja bikarhefð þegar liðið breytist jafn mikið og raun ber vitni á milli ára. „Það er erfitt að vera með einhverja bikarsögu því þetta er aldrei sama liðið ár eftir ár. Nú er talað um okkur sem bikarmeistara en þetta er allt annað lið heldur en var í fyrra,“ segir Íris.Ekki unnið Snæfell í vetur Mótherjinn á morgun eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára; Snæfell. Hólmarar eru taldir mun sigurstranglegri og hafa unnið Grindavík tvisvar sinnum í vetur. „Við höfum aldrei unnið Snæfell í vetur. Þetta verður mjög erfiður leikur þannig við verðum að eiga okkar besta dag til að eiga einhvern möguleika á sigri,“ segir Íris. „Þær eru með frábæran Kana og svo íslenska landsliðsmenn sem eru mjög góðir. Þær eru mjög hraðar og fljótar upp völlinn. Þær skora mikið úr hraðaupphlaupum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða og undirbúa okkur fyrir.“ „Við þurfum að stoppa þessi hraðaupphlaup en líka bara slípa okkur saman og spila góða vörn því vörn vinnur leiki.“Einstakur dagur Grindavík er í þriðja sæti Dominos-deildar kvenna með 18 stig í 18 leikjum en Snæfell er á toppnum með 32 stig. Þær gulu hafa unnið nokkra flotta sigra á tímabilinu, til dæmis lagt Hauka í bikarnum, en dottið niður þess á milli. „Við erum aldrei búnar að vera með fullmannað lið. Það eru alltaf einhver forföll en núna erum við að ná smá stöðugleika þó það vanti eina á laugardaginn,“ segir Íris sem bætir við að Grindavík ætli sér að vinna á morgun. „Það er hungur í að vinna þennan leik. Þetta er bara einstakur dagur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það vilja allir spila þennan leik og því erum við mjög spenntar,“ segir Íris Sverrisdóttir. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Grindavík fær á morgun tækifæri til að verða fyrsta liðið í fjórtán ár sem ver bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki í körfubolta þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik í Laugardalshöll klukkan 14.00. Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann vel mannað lið Keflavíkur í bikarúrslitum í fyrra, en eftir að tapa fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum í sögu félagsins er Grindavík nú búið að vinna tvo í röð (2008 og 2015). „Við erum búnar að vera að slípa okkur saman og finna út hvað við ætlum að gera. Við reynum að undirbúa okkur sem best fyrir þennan leik,“ segir Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í viðtali við Vísis um stóra leikinn á morgun. Grindavík, bæði í karla- og kvennaflokki, er mikið bikarfélag en Íris gefur lítið fyrir einhverja bikarhefð þegar liðið breytist jafn mikið og raun ber vitni á milli ára. „Það er erfitt að vera með einhverja bikarsögu því þetta er aldrei sama liðið ár eftir ár. Nú er talað um okkur sem bikarmeistara en þetta er allt annað lið heldur en var í fyrra,“ segir Íris.Ekki unnið Snæfell í vetur Mótherjinn á morgun eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára; Snæfell. Hólmarar eru taldir mun sigurstranglegri og hafa unnið Grindavík tvisvar sinnum í vetur. „Við höfum aldrei unnið Snæfell í vetur. Þetta verður mjög erfiður leikur þannig við verðum að eiga okkar besta dag til að eiga einhvern möguleika á sigri,“ segir Íris. „Þær eru með frábæran Kana og svo íslenska landsliðsmenn sem eru mjög góðir. Þær eru mjög hraðar og fljótar upp völlinn. Þær skora mikið úr hraðaupphlaupum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða og undirbúa okkur fyrir.“ „Við þurfum að stoppa þessi hraðaupphlaup en líka bara slípa okkur saman og spila góða vörn því vörn vinnur leiki.“Einstakur dagur Grindavík er í þriðja sæti Dominos-deildar kvenna með 18 stig í 18 leikjum en Snæfell er á toppnum með 32 stig. Þær gulu hafa unnið nokkra flotta sigra á tímabilinu, til dæmis lagt Hauka í bikarnum, en dottið niður þess á milli. „Við erum aldrei búnar að vera með fullmannað lið. Það eru alltaf einhver forföll en núna erum við að ná smá stöðugleika þó það vanti eina á laugardaginn,“ segir Íris sem bætir við að Grindavík ætli sér að vinna á morgun. „Það er hungur í að vinna þennan leik. Þetta er bara einstakur dagur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það vilja allir spila þennan leik og því erum við mjög spenntar,“ segir Íris Sverrisdóttir.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30
Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum