Zika-veiran: „Höfum fleiri spurningar en svör“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 15:27 Brasilískar mæður með börn sín sem fæðst hafa með dverghöfuð. vísir/getty „Zika-veiran er ný fyrir okkur og við höfum fleiri spurningar en svör akkúrat núna. Þá er hópur vísindamanna við rannsóknir í Brasilíu sem eru að reyna að skilja allt sem þeir geta í tengslum við þennan sjúkdóm. Við vissum að zika-veiran væri til en enginn hafði fengist við hana þar sem hennar hefur hingað til aðeins gætt í Afríku.“ Þetta segir Margareth Capurro, prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu, í samtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera en ítarlega er fjallað um veiruna í þættinum Talk to Al Jazeera á vef stöðvarinnar í dag. Zika-veiran hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur en í Brasilíu er verið að kanna hvort að tengsl séu á milli veirunnar og fæðingargalla sem kallast dverghöfuð. Mun fleiri börn með dverghöfuð hafa fæðst undanfarið í Brasilíu en venja er en veiran berst með moskítóflugum. Þungaðar konur hafa því verið varaðar við því að ferðast til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst út um álfuna. Dverghöfuð, sem er ólæknandi, veldur því að heili barna þroskast ekki sem skyldi og hefur því áhrif á þroska þeirra og heilsu. Mörg barnanna sem fæðst hafa með dverghöfuð í Brasilíu koma úr fátækum fjölskyldum sem eiga erfitt með að kaupa nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur lofað að aðstoða fjölskyldurnar fjárhagslega en betur má ef duga skal. „Lyfin eru dýr og ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Dóttir mín þarf að taka mörg lyf svo ég hef hætt að borga reikningana til að hafa efni á þeim,“ segir Nadja Bezeera, móðir stúlku með dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna zika-veirunnar. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar tilbærum yfirvöldum. Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
„Zika-veiran er ný fyrir okkur og við höfum fleiri spurningar en svör akkúrat núna. Þá er hópur vísindamanna við rannsóknir í Brasilíu sem eru að reyna að skilja allt sem þeir geta í tengslum við þennan sjúkdóm. Við vissum að zika-veiran væri til en enginn hafði fengist við hana þar sem hennar hefur hingað til aðeins gætt í Afríku.“ Þetta segir Margareth Capurro, prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu, í samtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera en ítarlega er fjallað um veiruna í þættinum Talk to Al Jazeera á vef stöðvarinnar í dag. Zika-veiran hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur en í Brasilíu er verið að kanna hvort að tengsl séu á milli veirunnar og fæðingargalla sem kallast dverghöfuð. Mun fleiri börn með dverghöfuð hafa fæðst undanfarið í Brasilíu en venja er en veiran berst með moskítóflugum. Þungaðar konur hafa því verið varaðar við því að ferðast til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst út um álfuna. Dverghöfuð, sem er ólæknandi, veldur því að heili barna þroskast ekki sem skyldi og hefur því áhrif á þroska þeirra og heilsu. Mörg barnanna sem fæðst hafa með dverghöfuð í Brasilíu koma úr fátækum fjölskyldum sem eiga erfitt með að kaupa nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur lofað að aðstoða fjölskyldurnar fjárhagslega en betur má ef duga skal. „Lyfin eru dýr og ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Dóttir mín þarf að taka mörg lyf svo ég hef hætt að borga reikningana til að hafa efni á þeim,“ segir Nadja Bezeera, móðir stúlku með dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna zika-veirunnar. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar tilbærum yfirvöldum.
Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16
Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15
Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00