Zika-veiran: „Höfum fleiri spurningar en svör“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 15:27 Brasilískar mæður með börn sín sem fæðst hafa með dverghöfuð. vísir/getty „Zika-veiran er ný fyrir okkur og við höfum fleiri spurningar en svör akkúrat núna. Þá er hópur vísindamanna við rannsóknir í Brasilíu sem eru að reyna að skilja allt sem þeir geta í tengslum við þennan sjúkdóm. Við vissum að zika-veiran væri til en enginn hafði fengist við hana þar sem hennar hefur hingað til aðeins gætt í Afríku.“ Þetta segir Margareth Capurro, prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu, í samtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera en ítarlega er fjallað um veiruna í þættinum Talk to Al Jazeera á vef stöðvarinnar í dag. Zika-veiran hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur en í Brasilíu er verið að kanna hvort að tengsl séu á milli veirunnar og fæðingargalla sem kallast dverghöfuð. Mun fleiri börn með dverghöfuð hafa fæðst undanfarið í Brasilíu en venja er en veiran berst með moskítóflugum. Þungaðar konur hafa því verið varaðar við því að ferðast til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst út um álfuna. Dverghöfuð, sem er ólæknandi, veldur því að heili barna þroskast ekki sem skyldi og hefur því áhrif á þroska þeirra og heilsu. Mörg barnanna sem fæðst hafa með dverghöfuð í Brasilíu koma úr fátækum fjölskyldum sem eiga erfitt með að kaupa nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur lofað að aðstoða fjölskyldurnar fjárhagslega en betur má ef duga skal. „Lyfin eru dýr og ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Dóttir mín þarf að taka mörg lyf svo ég hef hætt að borga reikningana til að hafa efni á þeim,“ segir Nadja Bezeera, móðir stúlku með dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna zika-veirunnar. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar tilbærum yfirvöldum. Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
„Zika-veiran er ný fyrir okkur og við höfum fleiri spurningar en svör akkúrat núna. Þá er hópur vísindamanna við rannsóknir í Brasilíu sem eru að reyna að skilja allt sem þeir geta í tengslum við þennan sjúkdóm. Við vissum að zika-veiran væri til en enginn hafði fengist við hana þar sem hennar hefur hingað til aðeins gætt í Afríku.“ Þetta segir Margareth Capurro, prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu, í samtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera en ítarlega er fjallað um veiruna í þættinum Talk to Al Jazeera á vef stöðvarinnar í dag. Zika-veiran hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur en í Brasilíu er verið að kanna hvort að tengsl séu á milli veirunnar og fæðingargalla sem kallast dverghöfuð. Mun fleiri börn með dverghöfuð hafa fæðst undanfarið í Brasilíu en venja er en veiran berst með moskítóflugum. Þungaðar konur hafa því verið varaðar við því að ferðast til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst út um álfuna. Dverghöfuð, sem er ólæknandi, veldur því að heili barna þroskast ekki sem skyldi og hefur því áhrif á þroska þeirra og heilsu. Mörg barnanna sem fæðst hafa með dverghöfuð í Brasilíu koma úr fátækum fjölskyldum sem eiga erfitt með að kaupa nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur lofað að aðstoða fjölskyldurnar fjárhagslega en betur má ef duga skal. „Lyfin eru dýr og ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Dóttir mín þarf að taka mörg lyf svo ég hef hætt að borga reikningana til að hafa efni á þeim,“ segir Nadja Bezeera, móðir stúlku með dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna zika-veirunnar. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar tilbærum yfirvöldum.
Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16
Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15
Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00