Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2016 19:27 Finnur Freyr Stefánsson tolleraður eftir sigurinn í dag. vísir/hanna Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30
Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti