Grátandi Ronda: Ég íhugaði að taka eigið líf Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 16:00 Ronda Rousey talaði í fyrsta sinn opinberlega af einlægni um tapið gegn Holly Holm í desember á síðasta ári þegar hún heimsótti Ellen Degeneres í spjallþátt hennar í dag. Ronda var rotuð af Holly Holm en úrslitin eru ein þau óvæntustu í sögu UFC. Fram að tapinu gat engin snert Rondu í hringnum. „Þetta var þriðji titilbardaginn minn á níu mánuðum sem er eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Ég nota það samt ekki sem afsökun. Mér fannst ég vera þreytt, en ég hef alveg verið þreyttari en ég var þarna,“ sagði Ronda sem lýsti svo hvernig hún missti allan mátt eftir fyrsta höggið hjá Holm. „Fyrsta höggið skar allan munninn á mér og losaði um tennurnar. Strákar berjast fimm sinnum fimm mínútna lotum og ekkert svona gerist. Þetta voru bara örlögin.“ „Mér leið eins og ég sá ekki neitt. Ég hafði ekki dýptarskyn og áttaði mig ekki á hversu langt var á milli handar minnar og andlitsins. Ég man ekki eftir stórum hluta bardagans,“ sagði Ronda. Ronda sagði frá því hvernig heilinn hætti að virka og hún óttaðist að hún gæti ekki barist aftur. „Ég sat í horninu í sjúkraherberginu og hugsaði: Hvað er ég ef ég get ekki stundað þetta áfram? Ég sat þarna og íhugaði að taka eigið líf. Mér fannst ég ekki vera neitt og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það er öllum sama um mig ef ég er ekki þetta áfram,“ sagði Ronda, en það var kærasti hennar sem kom henni í gegnum allt saman. „Ég leit á Travis og hugsaði að ég þarf að eignast börn með honum og því halda mér á lífi. Þetta var það sem ég hugsaði. Ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ sagði Ronda Rousey. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15 Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45 Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00 Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Ronda Rousey talaði í fyrsta sinn opinberlega af einlægni um tapið gegn Holly Holm í desember á síðasta ári þegar hún heimsótti Ellen Degeneres í spjallþátt hennar í dag. Ronda var rotuð af Holly Holm en úrslitin eru ein þau óvæntustu í sögu UFC. Fram að tapinu gat engin snert Rondu í hringnum. „Þetta var þriðji titilbardaginn minn á níu mánuðum sem er eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Ég nota það samt ekki sem afsökun. Mér fannst ég vera þreytt, en ég hef alveg verið þreyttari en ég var þarna,“ sagði Ronda sem lýsti svo hvernig hún missti allan mátt eftir fyrsta höggið hjá Holm. „Fyrsta höggið skar allan munninn á mér og losaði um tennurnar. Strákar berjast fimm sinnum fimm mínútna lotum og ekkert svona gerist. Þetta voru bara örlögin.“ „Mér leið eins og ég sá ekki neitt. Ég hafði ekki dýptarskyn og áttaði mig ekki á hversu langt var á milli handar minnar og andlitsins. Ég man ekki eftir stórum hluta bardagans,“ sagði Ronda. Ronda sagði frá því hvernig heilinn hætti að virka og hún óttaðist að hún gæti ekki barist aftur. „Ég sat í horninu í sjúkraherberginu og hugsaði: Hvað er ég ef ég get ekki stundað þetta áfram? Ég sat þarna og íhugaði að taka eigið líf. Mér fannst ég ekki vera neitt og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það er öllum sama um mig ef ég er ekki þetta áfram,“ sagði Ronda, en það var kærasti hennar sem kom henni í gegnum allt saman. „Ég leit á Travis og hugsaði að ég þarf að eignast börn með honum og því halda mér á lífi. Þetta var það sem ég hugsaði. Ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ sagði Ronda Rousey. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15 Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45 Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00 Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15
Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45
Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00
Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15