Pína á álverið að samningaborðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hér bíður ál uppskipunar í Straumsvík. Hætt er við að um þrengist dragist boðað verkfall Hlífar í næstu viku á langinn. vísir/gva Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira