Pína á álverið að samningaborðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hér bíður ál uppskipunar í Straumsvík. Hætt er við að um þrengist dragist boðað verkfall Hlífar í næstu viku á langinn. vísir/gva Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira