Frjálsíþróttasamband Kenía gat ekki sannað fyrir Alþjóðalyfjaeftirlitinu, WADA, að það væri að fara eftir reglum þess í lyfjaeftirliti áður en frestur til þess rann út í síðustu viku.
„Við þurfum að vera mun virkari,“ sagði Coe í samtali við BBC í dag. „Við vitum fá lönd hafa mikil áhrif á orðspor íþróttarinnar. Ef það þýðir að við þurfum að banna þá frá HM eða Ólympíuleikum þá verðum við að gera það.“
Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg
„Ég veit að WADA hefur skoðað lyfjaeftirlitið í Kenía vandlega. Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með því ferli.“

Sjá einnig: Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum
Framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Kenía sagði í síðustu viku að hann myndi stíga tímabundið til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði beðið íþróttamenn um greiðslu gegn því að stytta bönn þeirra íþróttamanna sem féllu á lyfjaprófi.
Kenía hefur sem kunnugt haft mikla yfirburði í langhlaupum á heimsvísu og unnu til sjö gullverðlauna á leikunum í Peking árið 2007.