Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 07:15 NBA-meistarar Golden State Warriors skoruðu ekki nema 18 stig í fyrsta leikhluta í 116-95 sigri sínum á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa allt tímabilið. Steve Kerr, þjálfar Golden State, var ekki skemmt yfir spilamennsku sinna manna eftir fyrsta leikhluta og lét það bitna á teiknispjaldinu sínu. „Hann braut það og henti því svo,“ sagði Draymond Green, miðherji Golden State, eftir leikinn. Kerr virtist kveikja í sínum mönnum því þeir skoruðu 64 stig í næstu tveimur leikhlutum og á sama tíma skoraði New York ekki nema 65 í fyrstu þremur leikhlutunum. Niðurstaðan var 44. sigur Golden State sem hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Draymond Green skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í liði Golden State og náði þar með sinni níundu þrennu á tímabilinu. Hann jafnaði 56 ára gamalt met Tom Gola með þessari frammistöðu. Klay Thompson átti einnig stórleik og skoraði 34 stig, en Steph Curry, sem spilaði með ljótan skurð á enninu, tók því rólega og skoraði aðeins 13 stig. Hjá heimamönnum í Knicks var Carmelo Anthony stigahæstur með 24 stig og 10 stoðsendingar en Lettinn ungi, Kristaps Porzingis, skoraði 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Sterkur bekkur Los Angeles Clippers gengur allt í haginn þessa dagana án Blake Griffin, en liðið rústaði Chicago Bulls á heimavelli sínum í nótt, 120-93. Í fjarveru Griffins hefur varamannabekkurinn hjá Clippers verið alveg ógnarsterkur. Í síðustu fjórum leikjum, sem allir hafa verið sigurleikir Clippers, er bekkur liðsins búinn að skora 184 stig á móti 78 stigum mótherjanna. Jamal Crawford, sem kom einmitt inn af bekknum, var stigahæstur heimamanna með 26 stig, en næstur kom J.J. Redick með 21 stig. DeAndre Jordan var svo hrikalega öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig og tók 20 fráköst.Úrslit næturinnar: LA Clippers - Chicago Bulls 120-93 Miami Heat - Atlanta Hawks 105-87 Orlando Magic - Boston Celtics 119-114 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 91-78 NY Knicks - Golden State Warriors 95-116 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 96-93 LA Lakers - Charlotte Hornets 82-101Staðan í deildinni.Tilþrif næturinnar: NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors skoruðu ekki nema 18 stig í fyrsta leikhluta í 116-95 sigri sínum á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa allt tímabilið. Steve Kerr, þjálfar Golden State, var ekki skemmt yfir spilamennsku sinna manna eftir fyrsta leikhluta og lét það bitna á teiknispjaldinu sínu. „Hann braut það og henti því svo,“ sagði Draymond Green, miðherji Golden State, eftir leikinn. Kerr virtist kveikja í sínum mönnum því þeir skoruðu 64 stig í næstu tveimur leikhlutum og á sama tíma skoraði New York ekki nema 65 í fyrstu þremur leikhlutunum. Niðurstaðan var 44. sigur Golden State sem hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Draymond Green skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í liði Golden State og náði þar með sinni níundu þrennu á tímabilinu. Hann jafnaði 56 ára gamalt met Tom Gola með þessari frammistöðu. Klay Thompson átti einnig stórleik og skoraði 34 stig, en Steph Curry, sem spilaði með ljótan skurð á enninu, tók því rólega og skoraði aðeins 13 stig. Hjá heimamönnum í Knicks var Carmelo Anthony stigahæstur með 24 stig og 10 stoðsendingar en Lettinn ungi, Kristaps Porzingis, skoraði 14 stig og tók 6 fráköst á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Sterkur bekkur Los Angeles Clippers gengur allt í haginn þessa dagana án Blake Griffin, en liðið rústaði Chicago Bulls á heimavelli sínum í nótt, 120-93. Í fjarveru Griffins hefur varamannabekkurinn hjá Clippers verið alveg ógnarsterkur. Í síðustu fjórum leikjum, sem allir hafa verið sigurleikir Clippers, er bekkur liðsins búinn að skora 184 stig á móti 78 stigum mótherjanna. Jamal Crawford, sem kom einmitt inn af bekknum, var stigahæstur heimamanna með 26 stig, en næstur kom J.J. Redick með 21 stig. DeAndre Jordan var svo hrikalega öflugur undir körfunni og skoraði 17 stig og tók 20 fráköst.Úrslit næturinnar: LA Clippers - Chicago Bulls 120-93 Miami Heat - Atlanta Hawks 105-87 Orlando Magic - Boston Celtics 119-114 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 91-78 NY Knicks - Golden State Warriors 95-116 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 96-93 LA Lakers - Charlotte Hornets 82-101Staðan í deildinni.Tilþrif næturinnar:
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira