Hætta að rukka fyrir gagnamagn og sportstöðvar 365 sameinast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. febrúar 2016 15:38 Sævar Freyr Þráinsson er spenntur fyrir breytingunum. vísir/daníel „Við erum búin að undirbúa þessar breytingar í töluverðan tíma,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 í samtali við Vísi. Á starfsmannafundi í dag kynnti hann breytingar á sjónvarpsdagskrá og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins sem tekin verður í gagnið á næstunni. Meðal þess sem viðskiptavinum verður boðið upp á er ótakmarkað niðurhal og gagnamagn bæði á netinu og í símanum. Netáskrifendur sem eru jafnframt áskrifendur af einhverjum sjónvarpstilboðspökkum fyrirtækisins fá ótakmarkað niðurhal á 1.000 krónur á mánuði. Fyrstu tuttugu gígabætin eru ókeypis og því geta sparsamir netnotendur greitt ekkert fyrir netið utan gjalds fyrir netbeininn og ljósleiðaralínuna heim í hús. Að auki verður boðið upp á nýjung sem nefnist Endalaust GSM. Áskrifendur þess fá ótakmarkaðar mínútur og SMS óháð því hvaða símfyrirtæki móttakandi símtalsins er. Endalaust gagnamagn fylgir áskriftarleiðinni en fyrir þetta greiða notendur 2.990 krónur á mánuði. Aðeins er greitt aukalega fyrir notkun erlendis, símtöl til útlanda og í þjónustunúmer á boð við 1818 og 900 númer. „Hér á landi og í löndum kringum okkur hefur notkun á gagnamagni orðið stærri og stærri þáttur. Þess vegna ákváðum við að taka þennan áhyggjuþátt fólks út úr jöfnunni því fjölmargir hafa ekki tilfinningu fyrir því hve mikið gagnamagn það hefur notað. Núna verður þetta einfalt. Endalaust gagnamagn, mínútur og SMS á föstu verði þannig fólk þarf ekki að óttast óvænta reikninga vegna umframnotkunar,“ segir Sævar Freyr.Hægt að horfa hvar sem er, hvenær sem er Einnig var kynnt til sögunnar nýtt smáforrit, Sjónvarp 365 appið, sem fylgir með tilboðspökkum frá og með 1. mars næstkomandi. Appið er unnið í samstarfi við OZ og mun gera áskrifendum að horfa hvar og hvenær sem er í gegnum snjallsíma, spjaldtölvur og netvafra. Þeir sem einnig eru skráðir með netið eða símann hjá 365 geta, líkt og áður segir, horft án þess að hafa áhyggjur af gagnamagni. „Þarna er á ferðinni bæði hefðbundið smáforrit fyrir iOs tæki en síðar verður það einnig í boði fyrir Apple TV, Fire TV og venjulegan vafra. Með því móti getur fólk valið þá dreifileið sem hentar því best til að nálgast sitt efni,“ segir Sævar Freyr. Sportpakkarnir, eins og þeir hafa verið hingað til, munu leggjast af og í stað þess verður boðið upp á einn stóran pakka. Áður var enski boltinn sér og aðrar greinar og mót á sér stöð en það breytist von bráðar. „Langflestir voru í báðum sportpökkunum og okkur þykir þetta skref í rétta átt. Þetta gefur okkur meira frjálsræði til að stilla efninu upp á stöðvunum. Við bjóðum upp á tvær háskerpusportstöðvar og hingað til hefur önnur þeirra alltaf verið bundin við sport og hin við sport tvö. Núna getum við til að mynda boðið upp á tvo leiki í enska í háskerpu og leyft okkur að láta efnið flæða aðeins á milli stöðva,“ segir Sævar Freyr. Meðal annarra hluta sem fram komu á starfsmannafundinum má nefna að farið var yfir þær sjónvarpsþáttaraðir, innlendar sem erlendar, sem boðið verður upp á í vetur. Sævar Freyr kom einnig inn á vinnu sem fyrirtækið hefur lagt í til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Sem dæmi um það má nefna að meðalbiðtími í þjónustuveri fyrirtækisins er aðeins brotabrot af því sem hann var fyrir hálfu ári og að fyrirhugað er að einfalda allt viðmót á reikningum fyrir viðskiptavini.365 er útgefandi Vísis. Hér fyrir neðan má sjá nýja auglýsingu fyrirtækisins þar sem fyrrnefndar breytingar eru kynntar til leiks. Tækni Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Við erum búin að undirbúa þessar breytingar í töluverðan tíma,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 í samtali við Vísi. Á starfsmannafundi í dag kynnti hann breytingar á sjónvarpsdagskrá og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins sem tekin verður í gagnið á næstunni. Meðal þess sem viðskiptavinum verður boðið upp á er ótakmarkað niðurhal og gagnamagn bæði á netinu og í símanum. Netáskrifendur sem eru jafnframt áskrifendur af einhverjum sjónvarpstilboðspökkum fyrirtækisins fá ótakmarkað niðurhal á 1.000 krónur á mánuði. Fyrstu tuttugu gígabætin eru ókeypis og því geta sparsamir netnotendur greitt ekkert fyrir netið utan gjalds fyrir netbeininn og ljósleiðaralínuna heim í hús. Að auki verður boðið upp á nýjung sem nefnist Endalaust GSM. Áskrifendur þess fá ótakmarkaðar mínútur og SMS óháð því hvaða símfyrirtæki móttakandi símtalsins er. Endalaust gagnamagn fylgir áskriftarleiðinni en fyrir þetta greiða notendur 2.990 krónur á mánuði. Aðeins er greitt aukalega fyrir notkun erlendis, símtöl til útlanda og í þjónustunúmer á boð við 1818 og 900 númer. „Hér á landi og í löndum kringum okkur hefur notkun á gagnamagni orðið stærri og stærri þáttur. Þess vegna ákváðum við að taka þennan áhyggjuþátt fólks út úr jöfnunni því fjölmargir hafa ekki tilfinningu fyrir því hve mikið gagnamagn það hefur notað. Núna verður þetta einfalt. Endalaust gagnamagn, mínútur og SMS á föstu verði þannig fólk þarf ekki að óttast óvænta reikninga vegna umframnotkunar,“ segir Sævar Freyr.Hægt að horfa hvar sem er, hvenær sem er Einnig var kynnt til sögunnar nýtt smáforrit, Sjónvarp 365 appið, sem fylgir með tilboðspökkum frá og með 1. mars næstkomandi. Appið er unnið í samstarfi við OZ og mun gera áskrifendum að horfa hvar og hvenær sem er í gegnum snjallsíma, spjaldtölvur og netvafra. Þeir sem einnig eru skráðir með netið eða símann hjá 365 geta, líkt og áður segir, horft án þess að hafa áhyggjur af gagnamagni. „Þarna er á ferðinni bæði hefðbundið smáforrit fyrir iOs tæki en síðar verður það einnig í boði fyrir Apple TV, Fire TV og venjulegan vafra. Með því móti getur fólk valið þá dreifileið sem hentar því best til að nálgast sitt efni,“ segir Sævar Freyr. Sportpakkarnir, eins og þeir hafa verið hingað til, munu leggjast af og í stað þess verður boðið upp á einn stóran pakka. Áður var enski boltinn sér og aðrar greinar og mót á sér stöð en það breytist von bráðar. „Langflestir voru í báðum sportpökkunum og okkur þykir þetta skref í rétta átt. Þetta gefur okkur meira frjálsræði til að stilla efninu upp á stöðvunum. Við bjóðum upp á tvær háskerpusportstöðvar og hingað til hefur önnur þeirra alltaf verið bundin við sport og hin við sport tvö. Núna getum við til að mynda boðið upp á tvo leiki í enska í háskerpu og leyft okkur að láta efnið flæða aðeins á milli stöðva,“ segir Sævar Freyr. Meðal annarra hluta sem fram komu á starfsmannafundinum má nefna að farið var yfir þær sjónvarpsþáttaraðir, innlendar sem erlendar, sem boðið verður upp á í vetur. Sævar Freyr kom einnig inn á vinnu sem fyrirtækið hefur lagt í til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Sem dæmi um það má nefna að meðalbiðtími í þjónustuveri fyrirtækisins er aðeins brotabrot af því sem hann var fyrir hálfu ári og að fyrirhugað er að einfalda allt viðmót á reikningum fyrir viðskiptavini.365 er útgefandi Vísis. Hér fyrir neðan má sjá nýja auglýsingu fyrirtækisins þar sem fyrrnefndar breytingar eru kynntar til leiks.
Tækni Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira