Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar Guðrún Ansnes skrifar 3. febrúar 2016 12:00 Atli hefur horft hýru auga á Hörpu í langan tíma, og fannst þetta útspil rökréttast í stöðunni. Vísir/Ernir „Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar. Sónar Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
„Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar.
Sónar Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira