Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar Guðrún Ansnes skrifar 3. febrúar 2016 12:00 Atli hefur horft hýru auga á Hörpu í langan tíma, og fannst þetta útspil rökréttast í stöðunni. Vísir/Ernir „Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar. Sónar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar.
Sónar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira